
Það er komið haust. Það kom á mánudaginn. Nú er rétt rúmlega tíu stiga hiti, grátt, rigning og laufin falla af trjánum. Samt eru þau enn nokkuð græn, mig langar að fara í ferð út fyrir Leipzig eftir mánuð þegar laufin eru rauð og appelsínugul og gul - ekki amalegt.
Er reyndar búin að ákveða að fara til Svíþjóðar og Danmerkur í heimókn síðustu helgina í þessum mánuði. Verð kannski bara að láta mér nægja að skoða litskrúðug lauf með Elínu og Öglu. Jeei jeei, það verður gaman. Er að hugsa um að taka rútu - mig minnir að Agla og Vladi hafi gert það og sloppið vel frá því!
Í gær var frídagur - haldið upp á sameiningu Þýskalands. Á þessum degi er hefð hjá nýnasistum að marsera í gegnum Leipzig og margir öfga-vinstrisinnar mótmæla þessari göngu með því að brjóta rúður og kveikja í bílum. Hm. En svo er miðjufólk sem kann að mótmæla án þess að skemma neitt og standa bara með skiltin sín í rigningunni. Lögreglan var alls staðar sjáanleg, lögreglumenn og konur með risastórar byssur og ýmis önnur vopn, þyrlur fljúgandi yfir borgina allan daginn - frekar óhuggulegt eitthvað. Ætlaði varla að þora að hjóla heim úr vinnunni í gær, löggan stoppaði Hannes þrisvar á leið í vinnunna og skipaði honum að fara aðra leið en hann ætlaði. En ég komst heim án þess að lenda í löggunni. Fór snemma heim því það var nú einu sinni frídagur, og bakaði 'Elínarbrauð', mmmm - með sólblómafræjum og osti. Mjög gott.
Hlakka til að kíkja yfir til Elínar og Öglu, verðið þið ekki örugglega heima???