þriðjudagur, júlí 31, 2007

ÞRÍR DAGAR

í sambíu............ úúúú

er orðin veeeerulega spennt - var í bænum í dag að versla meira, djöfull elska ég útivistadót. Því miður hægt að taka takmarkað með. Keyptum tjald, lítið tveggja manna tjald fyrir mig og Cecare - eins gott að við verðum ekki miklir óvinir í ferðinni. Búin að kaupa mér lítinn ferðakodda, lítið ferðahandklæði (næstum á stærð við spilastokk), lítinn og léttan svefnpoka, og lítið og létt sænguver - sérhannað í ferðalagið, og ég veit ekki hvað annað lítið-ferða ég er búin að kaupa. Held ég hafi aldrei verið eins vel undirbúin fyrir ferðalag. En þetta eru líka sérstakar aðstæður, engir ferðamenn, staðsetningar gefnar upp í hnitum og hvergi símasamband. Hvað þá netið. Þannig að ég verð ekki við í sex vikur, fjarri góðu gamni. Við erum heppin ef við finnum vegi þarna. Las frétt frá sambíu á netinu um það að heilt þorp þurfti að flýja heimili sín vegna daglegra árása fíla! Eheh, best að forðast það þorp. Samt væri nú gaman að koma auga á villta fíla e-s staðar, og ljón, og krókódíla :)

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ah, spennandi...þetta verður algjör upplifun hjá þér ;)

Ég þarf eiginlega að fá frá þér tipps hvað maður þarf að gera áður en maður leggur íann...ég er ekkert farin að undirbúa mína ferð..en hef 3 daga til að kippa öllu í liðinn ;)

Þú verður að vera dugleg að taka myndir til að sýna mér (og kannski öðrum líka ;))

Slæ á þráðinn áður en þú leggur í ann...

/dreifbýlistúttan

3:43 e.h.  
Blogger ellen said...

Eg er askrifandi af National Geographic og i sidasta hefti var stor grein um Maya menninguna i Mexiko, og risakort af Mexiko lika! Thu gaetir ihugad ad fjarfesta i thessu hefti, gaeti verid gaman ad skoda Maya fornminjar :) Heyrumst fljott

1:50 f.h.  
Blogger Agla said...

Súper góda ferd skvís, thetta verdur bara ævintýri :) Heyrumst eftir 6 vikur med fullt af sogum og myndum!

3:33 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Góða ferð hlakka til að heyra ferðasögur og sjá myndir :) kveðja guðbjörg M

2:11 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég ætla að reyna að ná á þig í fyrramálið(föstudag). Ef ekki þá hafðu það rosalega gott og ég hlakka mikið til að heyra frá öllu ævintýrunum. Og takk kærlega fyrir mig. Ég var ekkert smá ánægð með þetta allt saman. Fertugsaldurinn leggst rosalega vel í mig. Knús og kossar þín Sóla

4:07 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home