Blóðsugur

Fór í þýska sveit um helgina. Hannes bauð mér, Tomi, Söru og Hernan heim til foreldra sinna þar sem dekrað var við okkur alla helgina. Mjög fallegt svæði þar sem drengurinn ólst upp, rétt við gömlu landamærin við vestur Þýskaland. Fórum meðal annars til Duderstadt (til hliðar), ekkert smá fallegur bær þar sem nánast hvert einasta hús í miðbænum er eins og myndin sýnir til hliðar, afar sætt! Borðuðum yfir okkur af þýskum mat sem foreldrarnir reiddu fram við hvert tækifæri, meðal annars er hefð fyrir því að borða HRÁTT svínahakk ofan á brauð, get ekki sagt að ég hafi komist upp á lagið með það. Stundum er hakkið svo ferskt að það er heitt... urgh... Fórum að vatni á sunnudeginum í 35 stiga hitanum og kældum okkur niður. Þar krækti ég mér í tvö stykki "tick" hvað sem það heitir nú á íslensku, svona pöddur sem skríða undir húðina og lifa á blóði, og bera með sér sjúkdóma eins og heilahimnubólgu og lyme disease. Þurfti að fara til læknis í dag til að láta fjarlægja restina af einni pöddunni sem Hannes náði ekki alveg úr. Oj. Vona að ég sé ekki komin með e-n sjúkdóm, svona rétt fyrir Afríku!
Annars er ekki mikið í fréttum, allt brjálað að gera á lab-inu hjá mér, sé varla fyrir endanum á þessu og það er afar stressandi. Er varla byrjuð að undirbúa Zambíu, líka afar stressandi. En ég hlakka til að hitta Öglu um helgina í Berlín, það er enn tími fyrir ykkur hinar að koma yfir, kaupa miða í dag og kíkja við :)
Kveðja frá stressuðu Ellen
2 Comments:
Oooojj...greinilegt ad thýskaland hefur ákvedid ad undirbúa thig fyrir oll skordýrin í afríku!! Hlakka til ad sjá thig á morgun :)
Oj, ticks ekki gaman að þeim :s
Góða skemmtun um helgina skvísur :):) Hefði verið brill að geta hitt ykkur :)
Knúsar,Elín
Skrifa ummæli
<< Home