þriðjudagur, maí 22, 2007

Króatía - Hvar?!


Nú styttist í Króatíu, aðeins fjórir dagar í brottför. Förum á laugardaginn og komum aftur heim á sunnudeginum 3. júní. Hlakka mikið til, búin að æfa líkamann í sólinni, hékk á ströndinni alla helgina og er því orðin kaffibrún og ljóshærð. Hehehehe. En það er um að gera að bæta á brúna litinn og ljósa hárið á eynni Hvar, þar sem við munum eyða þremur dögum við Adríahaf, borðandi sjávarrétti og drekkandi lókal vín. Mmmmmm. Ég er meira að segja farin að tala króatísku. Ég get sagt "Jasam gladna", "moran pisset", "pivo", "bog" og "hvala". Ætli ég muni ekki nota jasam gladna og moran pisset mest til að angra Tomi, en íslenska þýðingin væri "ég er svöng" og "ég þarf að pissa".

Svo koma mamma, Karlotta, Maja frænka (systir mömmu) og dóttir hennar Klara - 12. júní í tvær vikur. Vonandi verður veðrið eins gott þá og það er nú. Ótrúlegt að það hafið snjóað heima í gær, þið hafið alla mína samúð! Nú hlýtur sumarið að fara að koma, annars býð ég upp á fría gistingu hér í Leipzig sólinni í sumar.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

jamm, ótrúlegt með sjnóinn hérna í gær, vorum að vísu búin að upplifa e-a góða daga hérna, meira að segja þar sem Askur sat úti í rólunni okkar góðu og var gjörsamlega að kafna (það er verður nú seint sagt að hann þoli mikinn hita greyið mitt litla...), en samt sem áður góður dagur (og við erum þakklát fyrir alla svoleiðis daga hérna megin). Setti annars niður sumarblóm um helgina, en það var áður en ég vissi að þeim yrði grýtt niður með hagléli 2 dögum síðar...

Heyri nú í þér áður en þú heldur til Hvar, verð nefnilega úti í Mélnik þegar þú kemur heim, en ég kem til baka 6. júní, jibbíí sumar og sól framundan (hlakka samt meira til að koma aftur heim... :)

xxxh

1:34 f.h.  
Blogger Gudbjorg Th. said...

Góða ferð og hafðu það gott í sólinni :)

2:46 f.h.  
Blogger ellen said...

hlakka meira til að koma aftur heim, hahahaha! Kannski ættirðu þá bara að vera heima? Þetta verður mjög gaman hjá ykkur, en ég er samt sammála að það er alltaf gott að koma heim aftur. Ég er farin að hlakka til að koma heim frá Afríku!!!

4:04 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ummm, þessi Króatíuferð hljómar ekkert smá vel :):) Rosa góða skemmtun ;)

Elín.

10:36 f.h.  
Blogger ellen said...

Já, get ekki beðið, verð spenntari og spenntari með hverri mínútu sem líður. Fyrst förum við í göngu, svo á eynna Hvar, svo til Zagreb þar sem við eyðum helginni með vinum Tomi. Stuð stuð stuð... bara þrír dagar...

10:44 f.h.  
Blogger Bryndis said...

Mmmmmm... hljómar yndislega! Góða ferð og góða skemmtun mín kæra. Hvenær ætlar þú svo að kíkja yfir til okkar? Núna er 22 stiga hiti klukkan 10 um kvöld.
Knús,
Bryndís

3:02 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home