fimmtudagur, maí 17, 2007

Bloggverkfall

Er í bloggverkfalli eftir úrslit kosninganna og eurovison... skandall. Á ekki til orð yfir úrslitum kosninganna - þetta er ekki eðlilegt. Ég kem ekki heim fyrr en búið er að skipta um ríkisstjórn, ætli ég þurfi að bíða í 16 ár til þess?

Undirbúiningur Zambíu hafinn. Þarf að fá 4 bólusetningar og kaupa allar gerðir af moskítóvörnum, net, sprey, krem, pillur og ég veit ekki hvað. Svo þarf maður helst að ganga í góðum gönguskóm alla daga í hitanum til að verjast sníkjudýrum og öðrum óskemmtilegum íbúum landsins. Vinnufélagi minn kom heim með tvo orma í andlitinu frá Kongó. Undir húðinni skiljiði. Óskemmtilegt. En ég hlakka mikið til og er að komast í gírinn.

Frídagur í dag. Ákvað að vera heima á þessum frídegi í stað þess að eyða honum með vinnuglöðu vinnufélögum mínum hjá Max, þar sem þeir sitja nú sveittir við tölvurnar. Engin furða að þeir eru að birta pappíra en ekki ég.

Helgin framundan :) Njótið...

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Jæja, er ekki spurning um að hætta að vera í fílu og fara að blogga??? :) Annars verður maður líka að kjósa til þess að hafa rétt á því að skammast út í úrslit kosninganna ;) hehe.

/EB

3:55 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home