þriðjudagur, apríl 17, 2007

Knútur


Þjóðverjar eru að missa sig yfir litla Knúti. Þetta er fyrsti ísbjörninn sem fæðist í þýskum dýragarði í 30 ár, svo hafnaði mamma hans honum (var víst að sleikja hann í hel!) svo hann var fluttur frá henni í dýragarð í Berlín. Í nánast öllum þýskum blöðum eru daglegir pistlar um Knút. Hann á mennska mömmu og mikið er fjallað um örlög Knúts og hvort rétt hafi farið með hann í þessu máli. Ótrúlegt fjölmiðlafár í kringum þetta blessaða dýr, og ekki er nóg að sjá hann í öllum blöðum og sjónvarpi hér í Þýskalandi, heldur birtast reglulega fréttir um hann á mbl.is. Þetta hlýtur að vera frægasta dýr í sögunnar. Heimsóknir í dýragarðinn hafa aukist sennilega um 100% og fólk er farið að hafa áhyggjur af hinum dýrunum í dýragarðinum, þeir segja að allur þessi mannfjöldi sem kemur að skoða Knút hafi stressandi áhrif á hin dýrin. Ætli Knútur sé hins vegar að njóta athyglinnar án stress og álags? Maður hefur líka heyrt að hin mennska móðir Knúts sé nokkuð stressuð yfir framtíð þeirra beggja, það er ekki víst að samband þeirra geti verið eins náið þegar litli sæti Knútur verður fullvaxinn.

En það verður nú að viðurkennast að Knútur hefur útlitið með sér og ég hefði ekkert á móti því að fá að knúsa hann (áður en hann verður stór!).

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ohh mér finnst hann bara sætur. Væri sko alveg til að knúsa hann smá meðan hann er svona lítill. Síðan er spruning hvort þetta sé rétt að ala dýr svona upp. Erfitt að sjá fyrir hvernig þetta verður þegar hann eldist og stækkar. Ohhh hvað ég öfunda þig af hitanum....sendu nokkar gráður hingað ;)

9:40 f.h.  
Blogger ellen said...

Það er orðið kalt aftur og ég kvarta ekki, það er allt of mikið að byrja að díla við hitann strax í apríl, er alveg til í mánuð í viðbót með kulda...

10:03 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home