laugardagur, mars 24, 2007

Are you good in DIY

Spurði Adrian Tomi í gær. Við rákum bæði upp stór augu og skildum ekkert í þessari spurningu, ég hélt þetta væri eitthvað efnafræðilegt svo mér fannst ekkert óeðlilegt við að skilja ekki spurninguna. En þegar Tomi vildi fá nánari útskýringar sagði Adrian á skýrari máta: "Are you good in do-it-yourself?" Ég hélt að kanarnir væru meira í því að skammstafa allt, vissi ekki að bretarnir væru farnir að gera þetta líka. Adrian varð bara móðgaður þegar ég stríddi honum fyrir þessa skammstöfun og sagði að þetta væri viðurkennt og almennt notað ORÐ. DIY. Jamm.

En Tomi er sko ekki góður DIY, þetta er svo miklir forréttindastrákar að þeir hafa aldrei prófað að mála, elda eða vinna. Magnað.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home