sunnudagur, mars 18, 2007

Komin heim :)


Þetta var æðisleg ferð - og æðisleg borg. Ég bjóst ekki við því að ég yrði svona hrifin af borginni, en ég heillaðist upp úr skónum. Ég verð að fara aftur, þetta var engan veginn nægur tími.
Þegar ég kom heim beið mín pakki frá Guðbjörgu - ég er ekkert smá ánægð, voðalega á ég góðar vinkonur, ég hoppaði af kæti, stórt páskaegg, sex lítil og kaffi. Og það besta.... BRÉF :):):) takk takk takk elsku Guðbjörg :):):) Ég ætla að halda matarboð í næstu viku því Nanditi, indverska stelpan sem ég hitti í Hyderabad er í heimsókn hjá Max, svo ég ætla að bjóða sex manns í mat því ég á sex lítil nóa og siríus páskaegg, og þýða málshættina fyrir gestina. Æði.
Meira seinna, þarf að ná í Nanditu á flugvöllinn :(

5 Comments:

Blogger Gudbjorg Th. said...

verði þér að góðu snúlla :)
djö eru þeir fljótir að senda þetta. Hefur ekki tekið nema 3 daga!

2:51 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Velkomin til baka mín kæra :)

Öfunda þig endalaust af góðu veðri og grænum laufum, þurftum að fara í bomsurnar í morgun og vaða snjóinn sem er út um allt land núna held ég, annars er mjög mjög fallegt, allt hvítt og sólin skín (svo maður reyni nú að vera smá jákvæður... :)

xxxh

2:59 f.h.  
Blogger ellen said...

Nu er gamanid buid, thad a ad byrja ad snjoa a midvikudaginn og koma frost lika... loksins kemur veturinn thegar madur var farin ad venjast vorinu.

4:53 f.h.  
Blogger Agla said...

Velkomin "heim" :) Ég fékk líka páskaegg frá Gudbjorgu....ótrúlega gaman :D Mitt fær sko ad fara med alla leidina til NY í páskafríinu!! Ekki hafa neinar áhyggjur af thessari snjókomu, er viss um ad snjórinn á eftir ad stoppa stutt vid ;)

7:07 f.h.  
Blogger ellen said...

Ja eg vona thad... eg vil vor og sumar...

8:03 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home