miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Wer früher stirbt, ist länger tot


Leigði þessa mynd í kvöld - mæli með henni, ótrúlega sæt. Ég er mjög stolt af mér, ég horfði á hana með þýsku tali náttúrulega (þetta er þýsk mynd, en frá Bavaria þar sem fólk talar afar undarlega), en ég gat skilið nánast allt með því að lesa textann, en hefði ekki skilið neitt nánast hefði ég ekki haft textann. Vá hvað þetta tungumál er misjafnt eftir stöðum, alveg ótrúlegt.
Fékk nýju dýnuna í gær og er hæstánægð. Allt annað líf. Nú get ég tekið á móti fullt af gestum því ég er með tvær aukadýnur í geymslunni.
Nú er ég komin með flugmiða til Parísar, fer 14. mars og kem aftur 17. Því miður enginn tími til að skoða París :( En ég mun hitta þar Bryndísi sætu, ekkert smá gaman að hitta hana reglulega á ráðstefnum í nýjum borgum ;)

1 Comments:

Blogger Bryndis said...

Sjáums í Parriiií mín kæra! Já við erum nokkuð duglegar að sækja um ráðstefnur saman :P

9:30 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home