mánudagur, febrúar 12, 2007

Extremely loud and incredibly close


Mæli með þessari - mjög skemmtilegur penni þessi höfundur, get ekki hætt að lesa hana.

Spakmæli úr bókinni:

"You cannot protect yourself from sadness without also protecting yourself from happiness"

Svo satt, svo satt!!!

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Jamm, hlakka til að lesa hana, en mæli eindregið með þessari: The time travellers wife e. Audrey Niffenegger, algjört konfekt og ein af mjög fáum sem ég ætla að lesa aftur!

xxxh

1:50 f.h.  
Blogger ellen said...

Ég er að fylgjast með henni á ebay... það eru fjórir dagar eftir held ég, á góðu verði (3 evrur) ;)

4:04 f.h.  
Blogger Bryndis said...

Já, ég er sammála þér. Þessi bók er alger snilld. Minnir pínku á "The curious incident with the dog in the night time" þar sem sögumaðurinn er einhverfur strákur. En þessi er mun ljúfari!

Líka sammála Helgu með "The time traveller´s wife" fannst hún rosa góð. Heyrði einhvern tímann sögusagnir um að það ætti að gera mynd eftir henni með Brad Pitt og Jennifer Aniston, en ætli það verði nokkuð úr því núna?

Annars er "Never Let Me Go" bók sem ég las fyrir nokkru og þótti mjög góð, mæli sterklega með henni...

6:17 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já las reyndar að fyrirtæki þeirra skötuhjúa hafi keypt kvikmyndaréttinn en þau munu ekki (sem betur fer) leika hlutverkin. Það er reyndar búið að velja í hlutverk Clare og heitir sú Rachel McAdams (sem ég veit annars ekkert um), en hlakka allavega til að sjá hvernig þau koma þessu frá sér í mynd...

5:41 f.h.  
Blogger ellen said...

Ég verð að drífa mig að lesa bókina áður en myndin kemur út, segi það sama og þú Helga, fegin að Brad og Jennifer leika ekki aðalhlutverkin, verð samt að segja að Brad stóð sig vel í Babel, sem er mjög góð mynd.

2:31 e.h.  
Blogger ellen said...

Var að fletta leikkonunni upp, hún er æði, amk í þeirri einu mynd sem ég hef séð með henni, Notebook, sem er æði líka! http://www.imdb.com/name/nm1046097/

2:43 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

já var einmitt búin að fletta henni upp líka, en man ekkert eftir henni samt (veit ekki hvort ég hef séð notebook...)

er nú líka alveg á því að brad sé vænlegri en jen, en það er samt skoðun sem hefur verið að myndast bara núna nýlega (hef semsagt ekki verið að fíla hann síðustu árin...), spurning hvort jolie hafi haft svona góð áhrif á drenginn...

1:10 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home