Frost

Er að hugsa um að reyna að koma mér í IKEA um helgina að kaupa mér dýnu. Er gersamlega að gefast upp á þessari viðurstyggilegu gormadýnu. Finnst ég aldrei sofa nógu vel á henni. Annars mun helgin að öðru leyti fara í það að undirbúa fyrirlestur sem ég þarf að flytja fyrir hópinn minn á mánudaginn. Fer svo loksins að vinna aftur á labinu - spennandi verkefni framundan...
Er búin að gera pilates- leikfimiæfingar á hverjum morgni næstum í tvær vikur, mæli með þessu, ég finn strax mun á mér. Þetta er það heitasta í dag, allir sem eru í toppformi eru að gera pilates ;)
Góða helgi
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home