Styttist í Hyderabad

Nú eru bara tveir dagar í brottför - var að útrétta í dag og ætla svo að pakka í kvöld og vera með allt tilbúið því planið er að fara á tónleika með lyambiko sem er jazzsöngkona, mjög góð.
Búið að spá 30 stiga hita og glampandi sól næstu daga svo það er eins gott að pakka niður sumarfötum - frekar skrýtið. Veit eiginlega ekki hvað ég á að taka með mér, ég man síðast þegar ég fór tók ég með mér hvítar og bleikar náttbuxur frá mömmu sem ég notaði dagsdaglega þar til ég fann mér skárri flík. Jesús! Í þessu gekk ég fyrstu vikurnar, og elin í öðrum bláum náttbuxum, hahahaha. Held það passi ekki alveg á ráðstefnuna. Held ég sleppi því líka í þetta sinn að klippa á mér hárið og lita það svart. Hef sjaldan verið með eins vonda klippingu og ég var með á Indlandi í den. Fyrir átta árum! Ætla líka að leyfa mér meiri lúxus, borða á fínum veitingastöðum - borða borða borða, borgin er víst þekkt fyrir ótrúlega góðan mat, blanda af arabískum og indverskum mat með sérstökum kryddum frá svæðinu. Ætla að versla krydd - já, og Nandini indversk vinkona mín hér sagði mér í morgun að það er mjög fínt að versla þarna. Jólagjafirnar í ár, mjög gott.
Keypti mér mp3 spilara og ný heyrnatól - tryggð bak og fyrir - komin með dollara í veskið svo ég get bara farið að koma mér af stað. Jibbíjei.
Ljúfar stundir.
5 Comments:
Súper góda skemmtun á indlandi :D Ofunda thig ekkert smáááááá!! Mundu ad taka líka e-a hlýja peysu....thad er oft ískalt á thessum rádstefnum thó ad úti sé sól og hiti! Bíd spennt eftir ad heyra ferdasoguna :)
Góóóóða skemmtun :):) Hlakka til að heyra sögur og sjá myndir. Ummm, ég skil samt eeeeekkert í þér að ælta ekki að taka náttbuxurnar góðu - Nú eða þær austur-evrópsku ;)
Góða ferð og farðu varlega :)
Góða ævintýraferð!. Njóttu vel!..-bíddu hvað er málið með náttbuxurnar Ellen. Það er hægt að fá sér þunnar buxur t.d. úr höri -það eru t.d. ekki náttbuxur..
Góða skemmtun skvís í Indlandi. Hlakka til að sjá myndir af ævintýrinu ;) Kv Sóla
Velkomin til baka skvís..... e eeeennn, fer ekki að koma blogg????????????? :)
Skrifa ummæli
<< Home