mp3 spilari
Nú er nákvæmlega vika í brottför. Um leið og ég klára pósterinn get ég leyft mér að verða rosa spennt, nú er ég aðallega að hugsa um þennan blessaða póster. Mig langaði að spyrja ykkur kæru lesendur hvort þið getið ráðlagt mér með mp3 spilara? Ég er búin að gefast upp á ipodnum mínum, batteríið dugar bara í 15-20 mín, ég fór með hann á verkstæði en þeir vildu ekki gera við hann, sögðu að ég þyrfti að senda hann til Bandaríkjanna og borga morðfjár fyrir. Djöfuls drasl. Gef skít í ipod-a. Amk gömlu kynslóðina, vonandi eru þær nýju betri.
En nú langar mig að kaupa bara venjulegan mp3 spilara svo ég geti nú hlustað á tónlist á þessu langa ferðalagi - hvað er best að kaupa? Veit það e-r???
Um helgina er innflutningspartý hjá Tomi og Hernan, hlakka til. Svo á sunnudaginn verður haldið upp á Thanksgiving hér í vinnunni þar sem við höfum nokkra Ameríkana hér. Ætlum að elda kalkún og allt tilheyrandi. Eins gott að ég klári pósterinn í dag svo ég geti notið helgarinnar.
Góða helgi.
En nú langar mig að kaupa bara venjulegan mp3 spilara svo ég geti nú hlustað á tónlist á þessu langa ferðalagi - hvað er best að kaupa? Veit það e-r???
Um helgina er innflutningspartý hjá Tomi og Hernan, hlakka til. Svo á sunnudaginn verður haldið upp á Thanksgiving hér í vinnunni þar sem við höfum nokkra Ameríkana hér. Ætlum að elda kalkún og allt tilheyrandi. Eins gott að ég klári pósterinn í dag svo ég geti notið helgarinnar.
Góða helgi.
3 Comments:
Gangi þér vel að klára pósterinn :):) Sjálf sit ég og púsla saman ritgerðinnni minni og vona að skila henni af mér sem fyrst ;)
Ég á lítinn mp3 spilara, einfaldan og ekki með mikið minni svo ég veit ekki hvort ég mæli beint með honum, svo þarf líka að hlaða hann með því að tengja hann í usb. Ég hélt að i-potarnir væru skársti kosturinn á markaðnum?
ööössss, styttist í Indland -gaman gaman, halkka til að heyra sögur :)
Góða helgi,
Ellapella
Ef batteríin í þessum minnislitlu mp3 spilurum duga lengur en í korter þá er mér sama! Allavega væri ég til í nógu mikið minni fyrir svona 500 lög, hvað er þinn stór og hvað kemurðu mörgum lögum fyrir???
Ég á creative zen - gömlu týpuna og hann er sjúklega meiriháttar.
Eoghan á líka creative jukebox og nokkrir fleiri í kringum mig þannig að ég mæli með creative. Ýkt töff að vera öðruvísi en æpod gengið ho ho ho
Skrifa ummæli
<< Home