
Hér breytist veðrið voða sjaldan. Það er sama veður í að minnsta kosti viku. Nú er búið að rigna í þrjá daga og það er ekkert lát á rigningunni. Úff hvað ég hlakka til að komast í hita og sól á Indlandi ;)
Helgin var fremur róleg, kíkti á tónleika á laugardaginn með hljómsveit sem ég man ekki hvað heitir en kollegi minn spilar á hljómborð í téðri sveit. Þetta var nýr staður, ótrúlega svalur - afar hrár, gæti séð fyrir mér að íslenskar listaspírur myndu slefa yfir slíkum stað.
Á sunnudaginn bauð Hannes fólki til sín í brunch - þangað mættu aðallega þjóðverjar svo þá er bara töluð þýska. Ég sendi Adrian sms og minnti hann á að koma - svo ég gæti nú talað kæru enskuna, og sem betur fer kom hann yfir, ég þoli ekki að vera í al-þýskum félagsskap. Já já, ég veit, ég þarf að fara að læra þetta blessaða mál. Annars komst ég að því á laugardaginn að ég er virkilega farin að taka þýskuna í sátt, mér finnst hún skemmtileg og hljóma vel (þegar fólk er ekki reitt, það er ekkert verra en að hlusta á reiða þjóðverja), og þegar söngkonan söng á ensku í stað þýsku fannst mér það bara ljótt. Miklu flottara á þýsku.
Allavega, planið á sunnudaginn var að spila sem mér leist nú helvíti vel á þar sem ég er mjög gefin fyrir það að spila. En þá fannst þjóðverjunum ansi sniðugt að spila mjög flókinn leik, útskýra hann á þýsku og allt snérist um að draga spjöld sem maður þurfti að lesa gaumgæfilega - á þýsku auðvitað. Ég og Adrian gáfumst snemma upp og læddumst frá spilaborðinu og lékum við Linus litla sæta í staðinn. Linus er sonur sambýlinga Claudieh, afar fallegur ungur drengur!
Nú er ég að undirbúa Indlandsferð, reyna að fá niðurstöður sem ég get sett á pósterinn og þá er ég reddí. Hlakka mikið til að fara, en ég held ég hlakki nú barasta jafn mikið til að koma heim um jólin :)
3 Comments:
Við hlökkum líka ótrúlega mikið til að fá þig heim um blessuðu jólin í spilamennsku af einfaldri gerð...
xxxh
Híhí, hlakka mikið til samveru okkar á Indlandi! Er bólusett og ready, nema að ég er ekki komin með niðurstöður fyrir pósterinn minn heldur! ;P það reddast!
Knús,
Bryndís
Hehe, ekki ég heldur, er ekki einu sinni byrjuð að búa hann til.. úbbala eins og þeir segja hér, en ég er að rembast að troða röðunum mínum í haplógrúppur, djöf. er það leiðinlegt - varst þú Bryndís mín ekki annars að gera það í mastersverkefninu þínu? E-r góð ráð?
Skrifa ummæli
<< Home