Leipzig drusla
Ég er orðin Leipzig drusla. Það er ekki annað hægt en að smitast af drusluskapnum þegar maður hefur búið í þessu umhverfi í rúmt ár. Þegar þorri kvenna málar sig hvorki né dressar sig upp fyrir partý, hvað þá annað, þá byrjar manni að standa á sama líka. Maður byrjar að fara í vinnuna í fötum sem maður hefði varla látið sjá sig í heima hjá sér á Íslandi. Maður er bara sáttur við að fara í sömu fötunum þrjá daga í röð í vinnuna liggur við og er næstum hættur að kíkja í spegil áður en maður fer út úr dyrum. Svo þegar maður fer í partý skiptir maður varla um föt lengur... þetta er agalegt. Mig langar ekki að vera Leipzig-drusla, mig langar að vera skvísa, og ekki sakaði ef ég væri örlítið kvenleg líka.
Áttaði mig á þessu þegar ég fór til Kaupmannahafnar þar sem mikið er um flottar og fínar stelpur, gellur - svaka skvísur. Elín og Agla voða sætar og miklar skvísur. Í fínum jökkum og fínum skóm. Ég er í sömu skóm og ég keypti mér með Auði í Edinborg síðasta haust. Sem ég gekk í í allan vetur. Þeir eru ekki lengur fínir, og verða seint taldir kvenlegir eða fallegir. Bara einfaldir lágir Doktor-Marteins skór sem eru að syngja sitt síðasta. Svo á ég camper skó svarta sem ég hef gengið í í tvö ár. Ekkert annað. Ég sver það, enga fína skó ef ég fer í partý. Ekki nema camper skóna. Er orðin afar þreytt á druslu-ástandinu.
Ekki nóg með fataekkluna, það er allt. Hárið er hræðilegt því ég get ekki fundið almennilegan klippara hér í borg. Ég er með BUMBU sem ég bara get ekki losnað við. Ég ét á mér varirnar í kuldanum og fæ þurra húð og bólur. Mig langar í allsherjar meikóver. Frá toppi til táar. Vil ekki vera Leipzig-drusla lengur.
Annars er nú eins gott að ég sé ekki farin í Leipzig-hárstílinn. Hér eru konur á öllum aldri með fjólubláar, bláar, gular, rauðar, bleikar og ég-veit-ekki-hvað strípur í hárinu. Það er svo hrikalega ljótt að ég verð bara pirruð að sjá þetta. Oft verð ég það pirruð út í smekkleysið hér - ekki bara hárstílinn, heldur allt heila klappið að mig langar að hrista þær til, blessaðar Leipzig-druslurnar. En ég bara tala ekki þýsku.
Ég kíkti þó í búðir í dag. Kíkti í **** H&M sem ég orðin ótrúlega þreytt á. Leipzig druslurnar eru á prósentum hjá H&M hér. Og hvað keypti Ellen sér í H&M? Nú, auðvitað tvenna druslu-boli. Gráan stuttermabol og húð-brúnan síðermabol sem missir allt snið eftir fyrsta þvott. Sem er svo sem ágætt því hann er of þröngur yfir bumbuna. En ég fékk hugmyndir þegar ég kíkti í aðrar búðir. Sá fallegar kvenlegar flíkur. Hver veit nema ég eigi möguleika á að verða kvenleg á næstu vikum...
Áttaði mig á þessu þegar ég fór til Kaupmannahafnar þar sem mikið er um flottar og fínar stelpur, gellur - svaka skvísur. Elín og Agla voða sætar og miklar skvísur. Í fínum jökkum og fínum skóm. Ég er í sömu skóm og ég keypti mér með Auði í Edinborg síðasta haust. Sem ég gekk í í allan vetur. Þeir eru ekki lengur fínir, og verða seint taldir kvenlegir eða fallegir. Bara einfaldir lágir Doktor-Marteins skór sem eru að syngja sitt síðasta. Svo á ég camper skó svarta sem ég hef gengið í í tvö ár. Ekkert annað. Ég sver það, enga fína skó ef ég fer í partý. Ekki nema camper skóna. Er orðin afar þreytt á druslu-ástandinu.
Ekki nóg með fataekkluna, það er allt. Hárið er hræðilegt því ég get ekki fundið almennilegan klippara hér í borg. Ég er með BUMBU sem ég bara get ekki losnað við. Ég ét á mér varirnar í kuldanum og fæ þurra húð og bólur. Mig langar í allsherjar meikóver. Frá toppi til táar. Vil ekki vera Leipzig-drusla lengur.
Annars er nú eins gott að ég sé ekki farin í Leipzig-hárstílinn. Hér eru konur á öllum aldri með fjólubláar, bláar, gular, rauðar, bleikar og ég-veit-ekki-hvað strípur í hárinu. Það er svo hrikalega ljótt að ég verð bara pirruð að sjá þetta. Oft verð ég það pirruð út í smekkleysið hér - ekki bara hárstílinn, heldur allt heila klappið að mig langar að hrista þær til, blessaðar Leipzig-druslurnar. En ég bara tala ekki þýsku.
Ég kíkti þó í búðir í dag. Kíkti í **** H&M sem ég orðin ótrúlega þreytt á. Leipzig druslurnar eru á prósentum hjá H&M hér. Og hvað keypti Ellen sér í H&M? Nú, auðvitað tvenna druslu-boli. Gráan stuttermabol og húð-brúnan síðermabol sem missir allt snið eftir fyrsta þvott. Sem er svo sem ágætt því hann er of þröngur yfir bumbuna. En ég fékk hugmyndir þegar ég kíkti í aðrar búðir. Sá fallegar kvenlegar flíkur. Hver veit nema ég eigi möguleika á að verða kvenleg á næstu vikum...
3 Comments:
Hahahaha....thessi lýsing var skemmtileg! Thú ert nú langt frá thví ad vera leipzig drusla, varst alveg jafn mikil skvísa og elín og ég hérna í køben ;) Og vardandi thessa bumbu thá held ég thú ættir aaaadeins ad slaka á....ansi langt í ad thú náir mér ;)....hahaha. Hins vegar ef thú ert ordin svona threytt á búdunum í leipzig thá mæli ég med ad thú komir oftar í heimsókn hingad til køben eda thá skellir thér reglulega í helgarferd til berlín ad versla....thar er sko mikid ad flottum búdum :D
Hhahaha sammála, skemmti mér mikið yfir þessari lýsingu - akkúrat það sem ég upplifði með þér í Köben (sérstaklega þetta með bumbuna!!)
En kannast aðeins við þessar pælingar þar sem ég er á leiðinni til Íslands - þar sem maður fær ekki að stíga á land nema að vera í nýjustu og heitustu tískunni.
Þannig að ef þú vilt viðhalda skvísunni; komdu sem oftast heim til Íslands :)
Hahahaha,
Mér fannst þú svo laaaaangsætust í allri Leipzig. Þannig að þú ert örugglega bara að tóna þig niður (í undirmeðvitundinni) svo að Leipzig druslunum líði ekki illa. Hvað sem þú gerir, treysti ég amk á að þú munir aldrei lita hárið fjólublátt!
P.s. Við fáum okkur bara henna og saría á Indlandi, múhahahaha...
Skrifa ummæli
<< Home