Heim á ný
Það var frábært að hitta stelpurnar (og strákana líka!) í Köben - algert æði. Veðrið var ekkert sérstakt - ótrúleg umskipti, á föstudaginn var tuttugu stiga hiti og í dag eru um 2 gráður og hriiiiikalega kalt. Magnað.
Við ætluðum að taka rútuna yfir til Köben, en þegar við vorum komin til Berlínar þá og hringdum í rútufyrirtækið þá var okkur sagt að engin rúta færi þann dag því það var stormviðvörun og ekki víst að ferjan færi yfir. Þá voru góð ráð dýr, en við ákváðum að eyða 120 evrum í lestarferð (í stað 25 evrum í rútuferð) og komumst því á leiðarenda, samt fór lestin líka í ferju, en bara styttri leið. Elín og Guðjón komu yfir til Köben á föstudeginum, við eyddum huggulegu kvöldi í nýja risastóra þriggja hæða húsinu hennar Öglu og Vlada - ótrúlegt slott ;) Mjög huggulegt, svona smá sumarbústaðarfílingur - stór garður og miiiikið pláss fyrir fötin og pappírana hans Vlada ;)
Fórum svo í bæinn á laugardeginum, fengum okkur geðveikan hádegismat á stað sem ég man ekki hvað heitir - en mæli með honum! Fórum svo út að borða á tælenskan veitingastað sem er æði, og svo á barinn. Kíktum til Elínar og Guðjóns til Lundar á sunnudeginum, Elín gerði ljúffengar pönnsur með rjóma og sultu, namminamm. Röltuðum um miðbæ Lundar og skoðuðum elstu þjóðkirkju í Svíþjóð, mjög flott og flottur sætur lítill miðbær í Lund. Á mánudeginum verslaði ég með Marcel í Köben - keyptir mér vetrarúlpu sem betur fer, er strax búin að koma að góðum notum, brrrrr. Gátum tekið rútuna heim - en las það reyndar í gær í fréttunum að ferja frá Noregi gat ekki komist til Köben og þurfti að bíða í marga tíma til að komast að landi út af veðri. Það er greinilega kominn vetur í Evrópu.
Takk takk takk Agla og Valdi og Elín og Guðjón fyrir góðar stundir :)
Erfitt að byrja að vinna aftur eftir frí - hlakka til að eyða helginni heima í rólegheitum.
Góðar stundir.
Set myndir inn sem fyrst
Við ætluðum að taka rútuna yfir til Köben, en þegar við vorum komin til Berlínar þá og hringdum í rútufyrirtækið þá var okkur sagt að engin rúta færi þann dag því það var stormviðvörun og ekki víst að ferjan færi yfir. Þá voru góð ráð dýr, en við ákváðum að eyða 120 evrum í lestarferð (í stað 25 evrum í rútuferð) og komumst því á leiðarenda, samt fór lestin líka í ferju, en bara styttri leið. Elín og Guðjón komu yfir til Köben á föstudeginum, við eyddum huggulegu kvöldi í nýja risastóra þriggja hæða húsinu hennar Öglu og Vlada - ótrúlegt slott ;) Mjög huggulegt, svona smá sumarbústaðarfílingur - stór garður og miiiikið pláss fyrir fötin og pappírana hans Vlada ;)
Fórum svo í bæinn á laugardeginum, fengum okkur geðveikan hádegismat á stað sem ég man ekki hvað heitir - en mæli með honum! Fórum svo út að borða á tælenskan veitingastað sem er æði, og svo á barinn. Kíktum til Elínar og Guðjóns til Lundar á sunnudeginum, Elín gerði ljúffengar pönnsur með rjóma og sultu, namminamm. Röltuðum um miðbæ Lundar og skoðuðum elstu þjóðkirkju í Svíþjóð, mjög flott og flottur sætur lítill miðbær í Lund. Á mánudeginum verslaði ég með Marcel í Köben - keyptir mér vetrarúlpu sem betur fer, er strax búin að koma að góðum notum, brrrrr. Gátum tekið rútuna heim - en las það reyndar í gær í fréttunum að ferja frá Noregi gat ekki komist til Köben og þurfti að bíða í marga tíma til að komast að landi út af veðri. Það er greinilega kominn vetur í Evrópu.
Takk takk takk Agla og Valdi og Elín og Guðjón fyrir góðar stundir :)
Erfitt að byrja að vinna aftur eftir frí - hlakka til að eyða helginni heima í rólegheitum.
Góðar stundir.
Set myndir inn sem fyrst
2 Comments:
Takk kaerlega fyrir komuna min kaera, ekkert smmmmaaaa gaman ad sja tig (og ykkur)- enda meira en timi til kominn ;)
Jamm, men tad er rett ad tid hefdud ekki matt vera seinni a ferdinn tar sem veturinn kom hingad i gaer. Tad snjoadi i fyrsta skiptid og tad er tviiiiilikt kalt. En madur verdur bara ad hafa tad huggo inni i snjokomunni ;)
Sælar stúlkur! Gaman að heyra að hittingnum ykkar :). Vil bara benda á að það er 9 stiga hiti í Rvk og 12 stiga hiti f norðan. Ho ho ho..kv. Frón-Lilja.
Skrifa ummæli
<< Home