
Komið meira og meira haust. Tíu stiga hiti á daginn og 3-4 á næturna. Kalt. Farin að nota ofnana aftur í íbúðinni, en þetta er hugguleg og rómantísk árstíð. Fór með Marcel upp í Harz-fjöllin á laugardaginn, fórum í þriggja tíma göngu í þoku og úða, en það var samt fallegt og gaman. Ætluðum að gista í ótrúlega fallegum bæ sem heitir Werningeroden, en gáfumst upp eftir að hafa spurt um gistingu á fimm gistiheimilum þar sem allt var uppbókað. Sá bæinn bara í myrkri, en þrátt fyrir það held ég að þetta sé einn fallegasti bær sem ég hef heimsótt. Miðaldarbær með kastala og fallegum miðaldarhúsum - tilheyrir UNESCO, verð að kíkja þangað aftur í dagsbirtu - og panta fyrirfram gistingu. Hvað með þýsku skipulagshæfileikana? Marcel klikkaði á þessu um helgina...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home