fimmtudagur, október 05, 2006

Meira um Þjóðverja

Er búin að skemmta mér konunglega yfir lestri um Þjóðverja frá Spiegel, bara get ekki hætt, þetta eru yfirleitt pistlar skrifaðir af útlendingum sem búa í Þýskalandi, þetta hittir beint í mark. Greinin sem ég blogga hér fannst mér einna fyndnust. Minnir mig t.d. á þegar ég segi við Marcel: Oh, mikið langar mig til Parísar, það væri yndislegt að fara þangað í haustferð (bara dæmi). Þá er hann líklegur til að svara "Þú hefur ekki efni á að fara til Parísar. Auk þess ertu að læra undir próf og ert að gera fyrirlestur, þú hefur engan tíma". Kíkið á þessa grein með því að smella á fyrirsögn...



4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Kæri vesturfari. Hvað þýðir ruppig...
Góða ferð til Indlands... mig langar líkaaaaa.

3:49 e.h.  
Blogger ellen said...

Ruppig... hvar sástu það? Viltu ekki bara skella þér með til Indlands? Hlakka geðveikt til, kannski kíkti ég upp til Kasmír og heilsa upp á vini okkar þar. Er enn með samviskubit yfir því að hafa ekki sent gamla manninum myndina sem hann bað okkur um að senda sér. Fæ alltaf sting í magann þegar ég sé þessa mynd í albúminu mínu!

5:26 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já þú verður eiginlega að skella þér og heilsa uppá félaga okkar! Hvað hét aftur unga tippatrippið? Ég alla vega bið að heilsa.
Erum við ekki ennþá einhvers staðar með heimilisfangið hjá þeim gamla..? Þá getum við losnað við gamlar syndir og glatt gamlann mann....

9:12 f.h.  
Blogger ellen said...

Ætli sá gamli sé nokkuð enn á lífi... hann virtist ansi gamall þarna fyrir, hvað - 8 árum þegar við vorum þar!!! Ekki grænan grun um heimilisfangið, en kannski gætum við bara sent hana á Dal Lake, og bátinn (hvað hét hann... Ambassador?)

7:12 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home