sunnudagur, september 24, 2006

Heimsókn frá Bryndísi og Bjarka


Bryndís og Bjarki farin:(
Fóru í morgun og mér leiddist svo, og var svo leið yfir því að kveðja gestina að ég setti fullt af myndum frá heimsókninni á síðuna - nýtt albúm og passwordið það sama.

Þetta var frábær tími, allt of fljótt að líða og vildi að þau hefðu getað verið miklu lengur. Vildi að við gætum bara búið í sömu borg - væri mjög gott að geta hjálpast að í heimi vísindanna sem er svo nýr fyrir okkar báðar. En við erum þó heppnar að geta hist tvisvar á ári á ráðstefnum á framandi stöðum, það er mesta snilldin við að vera í sama geiranum. Æði.

Við náðum að gera fullt af skemmtilegum hlutum á þessum stutta tíma. Fór með þau á hverfispöbbinn, á japanska hverfisveitingastaðinn, í hádegismat á Max Planck, í Friedenspark, partý á Augustenstrasse, í stúdentahverfið með stoppi í Pussy Galore, að Cospudener See, í miðbæinn þar sem ég sýndi þeim það helsta á mettíma, á indverska veitingastaðinn og svo heima í stofu yfir Seinfeld. Allt svo skemmtilegt - takk kærlega fyrir heimsóknina elskurnar, hlakka til að hitta ykkur aftur. Ætla núna að koma mér aftur út í góða veðrið, glampandi sól.

4 Comments:

Blogger Bryndis said...

Takk sömuleiðis kærlega fyrir okkur. Ég er nú barasta strax farin að sakna þín aftur... snökt snökt. Verðum að plana þessa Indlandsferð fljótlega og væntanlega redda okkur visa og svona.

Ástarknús,
Bryndís

P.s. Mér brá ekkert smá þegar ég kom heim og sá Nóa, hann var svo horaður greyið :P

3:12 f.h.  
Blogger ellen said...

Hehe, já - ekki skrýtið eftir að hafa eytt smá tíma með fitubollunni honum Míó.

3:52 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ellen var það ellendrofn@gmail.de ?? Ég er að spá hvort ég sendi vitlaust í gær? Davíð ætlar að senda aftur í dag fyrir mig ;)

3:26 f.h.  
Blogger ellen said...

Já, það er vitlaust, rétt er ellendrofn@gmail.com, ekki .de!

Hlakka til að sjá myndirnar :)

4:12 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home