Hópurinn minn í heilt ár

Langaði að sýna ykkur hópinn minn í vinnunni. Þetta er mitt helsta samstarfsfólk. Mark - bossinn í miðjunni, Domi til hægri sem er "tækinkona" á labinu, Vano til vinstri sem er fastráðinn hér, s.s. fullvinnandi rannsóknarmaður. Sean fyrir neðan hann, svo kemur Kun, David og ég. Við þurftum öll að halda fyrirlestur fyrir nýja nemendur sem byrjuðu í skólanum nú í September - sem gekk nú barasta vonum framar hjá mér, allt að koma.
Annars er ekkert merkilegt í fréttum, nema það auðvitað að Bjarki og Bryndís kæra vinkona eru að koma í heimsókn í september, í kringum 20. hlakka þvílíkt til :)
Fór á mjög skemmtilega tónleika um daginn með hljómsveit sem kallar sig Nicole Willis and the Soul Investigaters. Dansaði í tvo tíma með Marcel og vini hans sem voru í baaaanastuði allan tímann, mjög gaman að sjá þá dansa! Komst að því að mér finnast dreadlocks ógeðslegir, eins og hvað mér fannst þetta töff og kúl þegar ég var í kringum tvítugt - það var stelpa á dansgólfinu með hárið allt í dreddum, bundið saman í heljarinnar hnút að aftan og svo sveifluðust lokkarnar framan í mig þegar hún dansaði, mér hreinlega klígjaði við þessu. Oj.
Skálaði við Adrian, Claudieh og Hannesi í gærkvöldi fyrir árslangri vináttu. Heilt ár búið. Og fleiri ár bíða...
3 Comments:
Mark steinakonungur er greinilega stoltur af þessum fríða hópi sínum, sérstaklega af þessari sætu þarna neðst til hægri er það ekki... Ég er það að a.m.k. en líst hins vegar ekkert á síðustu setninguna í þessari færslu þinni!
xxxh
Híhí, glæsilegt labb, mun sætara en mitt :P
Við hlökkum svo geðveikt til að koma loksins í heimsókn til þín skvísa mín og í bjórinn í Leipzig. Ég man enn bragðið af síðasta bjór okkar saman í Helsinki... og næsti bjór þar á eftir verður Kobra í Indlandi (efast reyndar um að hann fáist þar, líklega bara uppfinning Breta, en sjáum til)
Luv,
B.
Ég hlakka geðveikt til að fá ykkur í heimsókn :) við drekkum sko mikinn þýskan góðan bjór, ójá :)
Skrifa ummæli
<< Home