föstudagur, júlí 07, 2006

Smá ruglingur

Ég var að skoða flugmiðann minn aftur, og sá að ég kem heim á miðnætti, ekki í hádeginu, grr... það stendur nefnilega 12:15 á miðanum sem maður gæti nú haldið að væri hádegi þar sem ekki stendur 00:15 sem er svona aðeins 'tæknilegra', en svo stendur AM. Jamm, AM stendur víst fyrir After Midnight ekki satt?! damn, þá kemst ég ekki með ykkur stúlkur mínar á Sólon - mig langaði þvílíkt að fara með, oh, hvað ég er vitlaus. En það er ágætt að þurfa ekki að taka lestina svona um miðja nótt, nú hef ég nægan tíma.

Æ, darn....

styttri tími á íslandinu góða, ég sá fyrir mér að hitta familiíuna á sunnudeginum, vinina um kvöldið og ég veit ekki hvað.

Jæja,

það þýðir ekki að væla yfir þessu.

Sjáumst á mánudaginn!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home