miðvikudagur, júlí 05, 2006

Þjóðarsorg

Ég er svekkt og sár - ótrúlega var leiðinlegt að sjá þessi mörk skoruð á síðustu stundu. En þjóðverjar voru einfaldlega ekki að standa sig nógu vel, Podolsky klúðraði góðu færi og þeir bara komu ekki boltanum í markið. Ansssk.. en það hefði raun verið glatað líka hefðu þeir unnið, og unnið svo alla keppnina og ég hefði misst af allri stemningunni heima á Íslandi. Þannig að þetta er svona hálfgert lán í óláni fyrir mig, hehe.

Nú veit ég eiginlega ekki með hverjum ég á að halda, Ítalir eru eitthvað svo miklir leikarar og fantar, Portúgal átti eiginlega ekki skilið að vinna Hollendinga, voru líka of miklir fantar, en þeir samt kepptu við Grikki í EM um titilinn og áttu hann eiginlega meira skilið en Grikkir... Frakkar eru of frægir eitthvað og fyrirsjáanlegir... en ég komst að þeirri niðurstöðu á leiðinni í vinnuna í morgun að það væri líklegast best að halda með Portúgölum. Því þeir hafa amk ekki unnið eins oft og hin liðin. Leiðinlegt að það séu bara Suður-Evrópulönd eftir.

Æ já, svona er þetta bara, það þýðir víst ekki að taka þetta of persónulega (hel. ítalir) hehem.

4 dagar þangað til ég kem heim, Guðbjörg ætlar að panta borð fyrir okkur á Sólon svo við getum horft á úrslitaleikinn þar :)

Hlakka til.

2 Comments:

Blogger Agla said...

Ég held líka med portúgolum en sjáum til hvernig fer í dag. Ef frakkar vinna thá nenni ég eeeengan veginn ad horfa á úrslitaleikinn!! Frakkland og Ítalía voru einmitt thau tvo lid sem ég hélt hvad síst med!!!!!

3:58 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Áfram Frakkland :)

Hehe, við ættum að fara að leggja undir ;)

7:42 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home