mánudagur, júní 19, 2006

snökt snökt


Stelpurnar farnar... sakna þeirra strax. Fór með þeim á lestastöðina í morgun þar sem þær tóku lest til Berlínar og fljúga svo heim í hádeginu. Buhuuuhhuuhuu, þetta var alltof fljótt að líða, ég er búin að hlakka svo mikið til og svo eru þær bara komnar og farnar aftur. Snökt snökt... en sem betur fer er ég að koma heim eftir þrjár vikur um það bil - hlakka ekkert smá til að hitt alla heima :)

Hér er búið að vera Spánarveður, þær voru ekkert smá heppnar með veðrið allan tíman, hlýtt og mikil sól, stundum rigning og svo kom eitt sinn brjálað haglél, og ég ýki ekki þegar ég segi að haglélið var á stærð við ísmola úr frystinum. Þetta var víst mjög undarlegt og óvanalegt, margar rúður brotnuðu í bílum, þök hrundu af húsum, greinar af trjám brotnuðu af og lágu eins og hráviði á gangstéttum og þar fram eftir götunum. Við Helga vorum á leiðinni út í búð þegar við heyrðum miklar drunur og svo allt í einu skall þetta á, við vorum með regnhlíf sem við skýldum okkur undir en ísmolarnir dundu á henni - við rétt náðum að flýja aftur inn! Ótrúlegt ævintýri.

Komumst líka að því þegar ég ætlaði að sýna þeim flotta kjallarann minn að hann er fullur af rottum. Þær sáu meindýraeyði í gær fara í kjallarann svo vonandi er búið að leysa þann vanda, það var ekki gaman að heyra í þeim tístið og sjá þær hlaupa út um allt þegar ég opnaði kjallarann um daginn. Oj.

Náðum að fara á strönd, versla fjöll af fötum í H&M, fara á kaffihús, drekka nægan bjór, út að borða, í dýragarðinn og í marga göngutúra. Þetta var ótrúlega gaman. Sakna þeirra.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sakna þín líka ótrúlega mikið, var skrýtið að vakna ekki við köttinn og trammið (svaf í 12 tíma)og undarlegt að þurfa að hugsa um fleiri en sjálfan sig, að fara ekki bara í sturtu, drekka kaffi og hafa sig til með 3 öðrum skvísum til þess eins að labba út í sólina og hitann með veskið tilbúið í h&m og hádegisbjórinn...

En yndislegt var að hitta ungana aftur og langar ekkert frekar en að taka þau og manninn með næst!

Takk, takk, takk fyrir yndislega samveru í yndislegri íbúð, í yndislegri borg og yndislegu veðri!

Tjússí, xxxh

3:38 e.h.  
Blogger ellen said...

tíhí, já - ég held áfram að vakna við köttinn og trammið og syngjandi fagnandi þjóðverja (unnu síðasta leik), en mun líklegast ekki kíkja í bæinn fyrr en eftir margar vikur, enda ekkert stuð án ykkar! Hlakka til að hitta ungana líka þegar ég kem heim :)

1:14 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home