föstudagur, júní 09, 2006

FÓTBOLTI


Jæja, nú byrjar fótboltinn í dag, jibbíjei! Það er búið að setja upp risastórt tjald í miðbænum þar sem fólk getur fylgst með, hugsa að ég fari þangað í dag með kollegunum, hlakka mikið til. Það væri rosalegt ef Þjóðverjar myndu tapa fyrir Costa Rica, þá held ég að ég forði mér fljótt úr miðbænum.

Annars er brjálað að gera hjá mér núna, fullt að gera í vinnunni og svo eru mamma og karlotta að koma á sunnudaginn. Þannig að ég ætla til berlínar á morgun með Marcel, við gistum hjá vini hans og náum svo í stúlkurnar á sunnudaginn í hádeginu. Hlakka mikið til að sjá þær.

Ákvað að láta mynd fylgja frá Helsinki, þetta er dómkirkjan í bakgrunni. Ég í rauða jakkanum mínum þar sem ég á ekki lengur græna flotta flotta flotta jakkann minn, þeir fundu hann ekki á hótelinu, honum hefur verið stolið, buuuuuuhhuuuu. Mikil sorg og eftirsjá.

Góðar stundir yfir boltanum ;) Gó gó germany!!!

1 Comments:

Blogger ellen said...

ah... ég held það gæti nú alveg farið svo, s.s. 3:1, ég ætla að fara í miðbæinn og horfa, eins gott að þeir vinni!

3:58 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home