þriðjudagur, maí 09, 2006

Myndir frá Krít


Búin að setja inn myndir frá Krít :) passwordið er sama og áður, allt með litlum stöfum.

Sólin skín, ég er að reyna að skrifa grein á fullu um mastersritgerðina áður en Aggi kemur (á morgun). Næ í hann á lestastöðina annað kvöld, og ætla að reyna að vera búin með eitthvað þá, svo hann verði ekki æfur! Gengur ágætlega, þrátt fyrir heiðskíran himin og hita og sumar og allt það. Vont en það venst (að vera inni í góða veðrinu þ.e.)

Endurnar á tjörninni við mötuneytið okkar (úti tjörn!) eru búnar að eignast litla unga, voða sætir. Síðasta sumar hurfu þeir allir á einni nóttu, köttur var grunaður um að hafa smyglað sér inn, en nú er búið að loka fyrir allar leiðir sem kettir geta notað til að krækja sér í andarbita.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Æðislegar myndir (greinilega ekkert verið að spandera í gistingu...),

sjáumst eftir 34 daga :)

xxxh

5:12 f.h.  
Blogger ellen said...

hehehe, þetta voru samt ekki ódýrustu gistimöguleikarnir!

6:37 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home