tékkneskt páskafrí

Þá er það ákveðið. Ég ætla til Tékklands um páskana. Sennilega ekki til Prag, frekar í náttúruna, í annan af tveimur (eða fleiri?) fjallgörðum sem eru við landamæri Þýskalands. Þrái að komast úr borgarlífinu í smá náttúru, en því miður spáir rigningu og áframhaldandi kulda. Hvað er með þennan endalausa vetur??? Það kom ein góð helgi hér, annars er búið að vera sama veðrið í svona þrjár vikur núna; fimm stiga hiti, grátt, rigning. Fremur depressing verð ég að segja.
En! það verður gaman að fara til Tékklands, í nýja menningu, ódýran mat og ódýran bjór og allt það. Er samt frekar öfundsjúk út í Elínu sem skellti sér heim til Íslands og er að fara að borða með stelpunum á Vegamótum í kvöld. Ég hlakka til að koma heim í sumar, mér finnst óralangt síðan ég var þar um jólin. Núna er mamma flutt úr Rjúpufellinu í Hafnarfjörð, svo ég mun aldrei koma í gömlu góðu íbúðina þar aftur, það er skrýtið. Nú verður enn lengra fyrir mig að koma mér heim úr miðbænum þegar ég kem í heimsókn, held ég verði bara að rekja leigjendur mína úr íbúðinni á blómó þegar ég kem heim. Aðeins tveir vinnudagar eftir.... jibbííí.
3 Comments:
Vá, en spennandi, vinnan mín er einmitt að spá í að fara til Tékklands í lok ágúst (þú kannski skreppur bara yfir...). Er búin að vera að hjálpa mömmu öll síðustu kvöld og helgi að tæma Rjúpó og nú er komið að því að hún skilar lyklum í kvöld, merkilegt!!! Þá er bara að bíða eftir að fara að flytja þetta allt saman aftur -úr sneisafullum gámnum og í hraunið í Hafnó, gaman gaman (þú er nú soldið heppin að vera í burtu...), hringi í þig í kvöld, xxxh
frábært, hlakka til að heyra í þér :) ég kem og hitti þig í tékklandi, og líka í berlín í haust, ertu ekki að fara með stelpunum?
Góóóða skemmtun í Tékklandi :)
Skrifa ummæli
<< Home