Kaisers Orchestra

Er
að fara á Kaisers Orchestra tónleika í Dresden á morgun. Er ekki búin að hlusta mikið á þessa tónlist, en Claudieh gaf mér tvo diska og ég var ekki að fíla þá allt of vel, en ég gæti vel trúað að þetta væri mjög gott live band, mikil læti og mikið stuð.
Íbúðin mín er að verða voða fín, vantar samt heilmargt ennþá, ég verð eiginlega að setja inn fleiri myndir til að sýna ykkur allt sem ég er búin að kaupa. Svo vantar mig hugmyndir fyrir einn vegg í stofunni, langar að mála hann en veit ekki í hvaða lit.
Styttist í páska, ég get ekki ákveðið mig hvað mig langar að gera um páskana. Annað hvort skelli ég mér í heimsókn til Íslands eða fer til stelpnanna í Danmörku/Svíþjóð.
Hér er enn mikill vetur, kuldi, snjór og eeeendalaust grátt veður, er að verða mjög þreytt á þessu og þrái að komast frá borginni.
3 Comments:
Ísland að sjálfsögðu, lofa líka öllu því sem Guðbjörg lofar + gistingu og svo tónlist á heimsmælikvarða -Brúðargjöfinni miklu, en væri alveg til í að sjá aðra en Brúðarbandið til upphitunar, þar sem þær fengu ágætt tækifæri til að baða sig í sviðsljósinu á undan sonic youth..., verð í fríi frá 8. til 19. held ég og þá er frí daginn eftir (sumardagurinn 1.) og svo er föstudagur, þannig að þetta er eiginlega til 24. JIBBÍÍÍÍ.........
xxxh
Svíþjóð du du duuu Svíþjóð du du du duuuu
Ok ef við erum farin að bjóða í þig þá býð ég uppá fría gistingu, ódýrara fargjald, verð í fríi í 3 vikur frá 8.-27. apríl, sólin er farin að skína og snjórinn að þiðna þannig að ég er ekki frá því að það sé að myndast smá vorfílingur hérna, örugglega hægt að finna tónleika-í versta falli getum við Agla myndað dúett....
...en meeen ég held að það sé alveg brill að hitta og sjá vini okkar í Wedding Present - langar ekki lítið að fara...
...en samt mæli með Svíþjóð :):)
Ísland, Ísland...Þau gerast ekki betri páskaeggin en á Íslandi ;) Síðan er næstum því komið vor hérna...laufin farin að láta sjá sig:) Það væri frábært að fá þig í stutta heimsókn skvís.
Skrifa ummæli
<< Home