Myndir og fleira
Jæja, mætt aftur til vinnu, tók mér frí síðustu tvo daga til að vera með Auði og Hermanni, þau komu á laugardaginn og voru að fara í morgun. Ótrúlega gaman að hafa þau í heimsókn og við gerðum margt skemmtilegt, eins og að fara í BIMBOTOWN og dýragarðinn! Ég reyndi að setja myndir inn af íbúðinni um daginn en snúran sem nota til að tengja myndavélina við tölvuna virkaði ekki, þannig að tölvan sá ekki að ég var að reyna að tengja myndavélina við hana :( Ég reyni aftur fljótlega og bæti þá við myndum af heimsókn Auðar og Hermanns.
Veturinn heldur ótrauður áfram hér, mikill snjór og frost og snjór og frost, ég bara á ekki til orð yfir þessum endalausa vetri. Þrái vorið svoooooo mikið.
Verð að fara að vinna, skrifa meira seinna. Myndir koma fljótlega.
Veturinn heldur ótrauður áfram hér, mikill snjór og frost og snjór og frost, ég bara á ekki til orð yfir þessum endalausa vetri. Þrái vorið svoooooo mikið.
Verð að fara að vinna, skrifa meira seinna. Myndir koma fljótlega.
2 Comments:
jæja, hvar eru svo myndirnar? er þörf á að ritskoða einhverjar? ég bara spyr! Auður.
Bíð líka spennt eftir myndum, búin að bíða í heila viku og orðin óþolinmóð...
xxxh
Skrifa ummæli
<< Home