Ný íbúð
Loksins loksins er ég flutt inn í nýju hlýju íbúðina. Ég er ótrúlega ánægð, íbúðin er æði. Hlý og björt og fín, nema húsgagnalaus. Það er erfitt og dýrt að koma sér upp nýrri búslóð, eiginlega smá fáránlegt svona þegar maður á eina slíka heima á Íslandi. Ég fór í IKEA á föstudaginn og eyddi 230 evrum í smádót, engin húsgögn. Ótrúlegt. En ég er búin að kaupa notað rúm og lítinn sófa, sem ég mun vonandi hafa bara tímabundið, ljótur blár lítill ikeasófi. Að öðru leyti er lítið annað í íbúðinni so far, fötin í kössum og ferðatöskum sem er óskemmtilegt. Ég er búin að mynda íbúðina bak og fyrir, læt þær fljótlega á netið.
Auður og Hermann eru að koma í heimsókn um helgina, ég hlakka miiiikið til. Því miður verður íbúðin sennilega enn tóm og lítið hugguleg, og veðrið ekki upp á marga fiska, það snjóar látlaust og það er frost. Eeeeen, þrátt fyrir þetta allt verður ótrúlega skemmtilegt að fá þau í heimsókn :):):)
Ný addressa:
Augustenstrasse 24
04317 Leipzig
Deutschland
Ég fæ ekki nýtt númer fyrr en eftir e-ar vikur því miður, ekki netið heldur, afar slæmt.
meira síðar...
Auður og Hermann eru að koma í heimsókn um helgina, ég hlakka miiiikið til. Því miður verður íbúðin sennilega enn tóm og lítið hugguleg, og veðrið ekki upp á marga fiska, það snjóar látlaust og það er frost. Eeeeen, þrátt fyrir þetta allt verður ótrúlega skemmtilegt að fá þau í heimsókn :):):)
Ný addressa:
Augustenstrasse 24
04317 Leipzig
Deutschland
Ég fæ ekki nýtt númer fyrr en eftir e-ar vikur því miður, ekki netið heldur, afar slæmt.
meira síðar...
4 Comments:
Til hamingju mín kæra og góða skemmtun með gestunum :)
xxxH
Get ekki skoðað nýju myndirnar á sama passvördi og hinar??!! Ertu til í að kíkja á þetta, xxxH
Til hamingju med hlyja kotid titt :):)
Bid kaerlega ad heilsa Audi og Hermanni ;)
Hæ hæ :)
Fer ekki að styttast í myndir af slottinu??? ;)
Skrifa ummæli
<< Home