þriðjudagur, janúar 31, 2006

Tíminn drepinn meðan beðið er eftir lab-dóti

núverandi tími: 17:51 á miðvikudegi
núverandi föt: Rauður rúllukragabolur, gallabuxur, svartir lágbotna doctor marteins skór
núverandi skap: þreytt og langar í sumar
núverandi hár: frekar slappt og líflaust og illa greitt þar sem ég náði ekki að blása það í gær!
núverandi pirringur: nenni ekki að vinna eða að hafa veturinn lengur
núverandi lykt: táfýla!
núverandi hlutur sem þú ættir að vera gera: lesa greinar um uppruna Filippseyinga
núverandi skartgripur: enginn
núverandi áhyggjur: almennar framtíðaráhyggjur og áhyggjur af árangri í vinnu
núverandi löngun: heim! þá meina ég alla leið heim til Íslands

núverandi ósk: eiga sér íbúð með húsgögnum og öllu tilheyrandi, s.s. hér í Leipzig
núverandi farði: maskari og púður til að fela unglingabólurnar sem láta mig ekki í friði (ég fel þær með púðrinu ekki maskaranum sem sagt, ætli það væri ekki bara meira áberandi að vera með svarta díla um allt andlitið, það er samt spurning...)
núverandi eftirsjá: að hafa verið löt í janúar
núverandi vonbrigði: að vita ekki meira í dag en í gær

núverandi skemmtun: er að fara í bíó í kvöld, memoirs of a geisha á þýsku (spurning hvort það teljist sem skemmtun eða ekki?)
núverandi ást: fjölskylda og vinir sem ég sakna sárt

núverandi staður: Max Planck, Deutscher Platz, Leipzig.
núverandi bók: Guns, Germs and Steel eftir Jared Diamond
núverandi bíómynd: Memoirs of a Geisha, á þýsku
núverandi íþrótt: einstaka ferð á hjóli til og frá vinnu, samt fátítt í þessum kulda
núverandi tónlist: allt í i-podnum

núverandi lag á heilanum: Cold girl fever með Nationals
núverandi blótsyrði: sjæse

núverandi msn manneskja: Allir farnir held ég
núverandi desktop mynd: Mynd af mér og Helgu systur sem tekin var í Edinborg fyrir mörgum arum þegar ég var ung og fögur
núverandi áætlanir fyrir kvöldið: Fara í bíó með kollegum, er samt ekki alveg alveg viss (á maður að borga sig inn á mynd sem maður skilur ekkert í? Og er eitthvað vit í því að sjá japanskar geishur segja "ja, ja, herr Rolf, du bist wunderschön, auf widersehen.." maður spyr sig.

núverandi manneskja sem ég er að forðast: bossinn
núverandi hlutir á veggnum: Er nýflutt á nýjan stað og er ekki búin að hengja neitt upp, en hér hanga í kringum mig hengur kort af Salomon eyjum, dagatöl og ýmsir erfðafræði pósterar.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

skemmtileg færsla! var að koma úr bæjarferð, dolfallin einu sinni sem oftar yfir sjarma Edinborgar (kannski rauðvínsglasið með "gömlu vinum mínum" hafi sitt að segja). nú er það bara lærdómur og aftur lærdómur. geisp. A.R.

8:43 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home