fimmtudagur, janúar 19, 2006

Do you have cows in Iceland?


cow
Originally uploaded by austurfari.
Ég fékk þessa spurningu tvisvar sama dag í vikunni. Furðulegustu spurningar sem maður fær um landið sitt, eru ekki kýr alls staðar???

Ég er enn að jafna mig eftir jólafríið, vinn ekki nógu mikið, er ekki nógu dugleg og er með eilíft samviskubit. Hvar endar þetta? Ætli maður geti einhvern tíma verið algerlega sáttur við afköst í lok vinnudags? Ég get ekki einu sinni samið stutta lýsingu á verkefninu mínu sem bíður eftir að komast á heimasíðu Max Planck. Hvernig er hægt að auka afköst í vinnu??? Örugglega til e-r snilldar bandarísk bók um það.

Annars er það að frétta að búið er að spá 20 stiga frosti um helgina. Þá verður gaman að vera í köldu köldu íbúðinni í köldu köldu borginni.