Hugfangin af erfðaefninu
Er að læra nýja hluti í vinnunni þessa dagana. Er búin að fá mínar fyrstu DNA raðir úr níu Polýnesíubúum. Get lesið erfðaefnið þeirra í fitugeninu. Get séð hvort það sé almennt ólíkara en í öðru fólki. Mér finnst þetta allt afar merkilegt. Að hugsa til þess að í upphafi var ein fruma sem náði að gefa af sér ALLT líf á jörðu. Allt líf. Og nú er einn afkimi þessarar frumu orðin það metnaðargjarn og tæknivæddur að hann er farin að skoða "þessa" frumu í smáatriðum. Stórmerkilegt.
Helgin er vel plönuð eins og vanalega. Er að fara á e-s konar tónleikahátíð í kvöld, margar live hljómsveitir að spila á börum bæjarins. Svo á morgun ætla ég til Berlínar í heimsókn til Friedu í eina nótt. Jens, kærasti hennar er í heimsókn og það er búið að bjóða okkur í mat til foreldra hans. Meira þýskt fjölskyldulíf! Svo kíkjum við á næturlífið í Berlín. Lúbblúbb.
Ég voooona að paco sé í trénu sínu þegar ég kem þangað á eftir. Heyrði ekkert í eigandanum í gær, sem er vonandi gott...
Góða helgi.
Helgin er vel plönuð eins og vanalega. Er að fara á e-s konar tónleikahátíð í kvöld, margar live hljómsveitir að spila á börum bæjarins. Svo á morgun ætla ég til Berlínar í heimsókn til Friedu í eina nótt. Jens, kærasti hennar er í heimsókn og það er búið að bjóða okkur í mat til foreldra hans. Meira þýskt fjölskyldulíf! Svo kíkjum við á næturlífið í Berlín. Lúbblúbb.
Ég voooona að paco sé í trénu sínu þegar ég kem þangað á eftir. Heyrði ekkert í eigandanum í gær, sem er vonandi gott...
Góða helgi.
1 Comments:
Halló kæra!
Hvernig var helgin?
Auður.
Skrifa ummæli
<< Home