Lítil jól og þakkagjörðarhátíð
Í dag hittist fólk úr vinnunni og eldaði saman kökur og kalkún. Kanarnir vildu halda upp á þakkagjörðardaginn svo búið er að matreiða kalkún með öllu tilheyrandi. Sjálf bakaði ég franska súkkulaðiköku sem verður mitt framlag í dag. Búið er að baka ógrynnin öll af piparkökum og alls konar öðrum kökum, úff.
Í gærkvöldi fór ég í frábært partý í heimahúsi, þetta er víst árlegur viðburður hjá þeim. Þetta var eins og að vera á skemmtistað, dj-ar og fullt af fólki. Mjög skemmtileg tónlist, m.a. mín heittelskaða hljómsveit Bloc Party fékk spilun. Svo var allur nýi diskurinn með Franz spilaður í einu herberginu (það voru þrjú stór herbergi ásamt eldhúsi og það var það mikið að fólki að maður komst varla úr einu herbergi yfir í annað) og ég dansaði frá mér allt vit á meðan, mjög skemmtilegt.
Núna er ég ofurþreytt, búin að borða yfir mig af kalkún og kökum og held ég fari heim fljótlega að sofa. Ætla að vera óóóótrúlega dugleg í næstu viku (hehem), því ég ætla að taka mér frí hálfan daginn á þriðjudaginn til að skoða Dresden áður en tónleikarnir byrja...
Stórt rop.
Í gærkvöldi fór ég í frábært partý í heimahúsi, þetta er víst árlegur viðburður hjá þeim. Þetta var eins og að vera á skemmtistað, dj-ar og fullt af fólki. Mjög skemmtileg tónlist, m.a. mín heittelskaða hljómsveit Bloc Party fékk spilun. Svo var allur nýi diskurinn með Franz spilaður í einu herberginu (það voru þrjú stór herbergi ásamt eldhúsi og það var það mikið að fólki að maður komst varla úr einu herbergi yfir í annað) og ég dansaði frá mér allt vit á meðan, mjög skemmtilegt.
Núna er ég ofurþreytt, búin að borða yfir mig af kalkún og kökum og held ég fari heim fljótlega að sofa. Ætla að vera óóóótrúlega dugleg í næstu viku (hehem), því ég ætla að taka mér frí hálfan daginn á þriðjudaginn til að skoða Dresden áður en tónleikarnir byrja...
Stórt rop.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home