Highlights frá Edinborg
Hér kemur betri lýsing á ferðinni minni - ég er að bíða eftir PCR svo ég get alveg eins gert ítarlegri grein fyrir ferðinni :) Það sem helst stóð upp úr:
Rútan á flugvöllin í Leipzig: Hélt hún ætti að taka 40 mín. en var 90 mín á leiðinni. Held ég taki frekar lest næst til Berlínar og fljúgi þaðan, rútur eru mun leiðinlegri ferðamáti en lestar.
Flug með Ryanair: Vélin var eins og Fischer Price leikfangavél, sætin voru úr appelsínugulu plasti í stíl við appelsínugult þema félagsins, smekklegt og afar traustvekjandi. Flugfreyjurnar töluðu ensku með sterkari hreim en nokkur þjóðverji svo ég var aldrei viss hvort þær væru að tala ensku, þýsku eða eitthvað annað framandi tungumáli sem ég hef aldrei heyrt talað um. Flugvöllurinn í "Leipzig" (er í raun í Altenbourg, sem er í 45 mín. fjarlægð frá Leipzig) er minni en flugvöllurinn í Kulusukk á Grænlandi, þaðan fer bara ein vél á dag til London Stansted og flugmennirnir fara ekki einu sinni úr vélinni þar og þurfa því að nota "farþegasalernið" að öllum farþegum sjáandi.
Flug með EasyJet: Mun betra en með Ryanair, faglegra starfsfólk og alvöru flugvélar! Treysti þeim mun betur, en þeir eru dýrari.
Kráarrölt í Edinborg: Ekkert skemmtilegra en að rölta á milli kráa í góðra vina hóp í þessari fallegu borg með kastalann í bakgrunni. Endalaust margar krár og endalaust margir skemmtilegir skotar sem tala með skemmtilegum hreim. Bjórinn góður og í miklu úrvali, gaman að smakka mismunandi tegundir.
Hliðargötur í gamla bænum: Grassmarket sérstaklega, ekkert smá skemmtileg gata með flottum litlum búðum sem selja allt milli himins og jarðar. Sérstaklega flottar second hand búðir líka, keypti mér tvenn pils og hneppta peysu í einni slíkri.
Auður og Hermann: yndislegir gestgjafar í yndislegri borg :)
Namaste : Mjög góður indverskur staður í Edinborg þar sem við fórum út að borða á laugardeginum. Maður má koma með eigið áfengi sem gerir þetta allt miklu ódýrara ;) Mjög skemmtilegt andrúmsloft og góður matur.
Að versla með vinkonu: Mun mun skemmtilegra en að versla ein í Leipzig, enda verslaði ég mikið og eyddi miklum peningum. Eða reyndar verslaði ég ekkert svo mikið, kannski helst dvd myndir/þætti :)
Þjóðverjar: Eru svo fyndnir. Á leiðinni til baka frá London var smá seinkun á fluginu. Það var sagt í kallkerfið á ensku: "The flight to Leipzig/Altenbourg has been delayed. Please remain seated until further notice". Þá stóðu allir þjóðverjarnir upp og fóru í röð við hliðið. Í fluginu sat ég við hliðina á þýskri konu sem vildi endilega spjalla við mig (ég var ekki alveg hress í spjall þar sem ég hafði lítið sofið og vildi bara leggja mig) og hún endaði á því að skrifa niður upplýsingar um heimilisfang, símanúmer og email og bauð mér gistingu hvenær sem ég er á svæðinu! Þjóðverjar geta verið mjög vinalegir, ótrúlegt en satt!!!
Morgunflug: Þoli ekki morgunflug. Vélin fór um sex leytið frá Edinborg á mánudeginum, ég þurfti að leggja af stað frá Auði kl. fjögur og svaf varla neitt á undan. Mjög þreytandi, enda fór ég beinustu leið að sofa þegar ég kom heim til Leipzig um miðjan dag.
Frí: Ekkert skemmtilegra en að taka langa helgi og skreppa til útlanda í heimsókn til góðrar vinkonu. Gleyma öllum misheppnuðum PCR tilraunum og tala smá íslensku til tilbreytingar. Gista í heitu húsnæði og borða góðan morgunmat í góðum félasskap, ótrúlega huggulegt.
Sem sagt, mjög góð ferð og mig langar að flytja til Edinborgar.
Rútan á flugvöllin í Leipzig: Hélt hún ætti að taka 40 mín. en var 90 mín á leiðinni. Held ég taki frekar lest næst til Berlínar og fljúgi þaðan, rútur eru mun leiðinlegri ferðamáti en lestar.
Flug með Ryanair: Vélin var eins og Fischer Price leikfangavél, sætin voru úr appelsínugulu plasti í stíl við appelsínugult þema félagsins, smekklegt og afar traustvekjandi. Flugfreyjurnar töluðu ensku með sterkari hreim en nokkur þjóðverji svo ég var aldrei viss hvort þær væru að tala ensku, þýsku eða eitthvað annað framandi tungumáli sem ég hef aldrei heyrt talað um. Flugvöllurinn í "Leipzig" (er í raun í Altenbourg, sem er í 45 mín. fjarlægð frá Leipzig) er minni en flugvöllurinn í Kulusukk á Grænlandi, þaðan fer bara ein vél á dag til London Stansted og flugmennirnir fara ekki einu sinni úr vélinni þar og þurfa því að nota "farþegasalernið" að öllum farþegum sjáandi.
Flug með EasyJet: Mun betra en með Ryanair, faglegra starfsfólk og alvöru flugvélar! Treysti þeim mun betur, en þeir eru dýrari.
Kráarrölt í Edinborg: Ekkert skemmtilegra en að rölta á milli kráa í góðra vina hóp í þessari fallegu borg með kastalann í bakgrunni. Endalaust margar krár og endalaust margir skemmtilegir skotar sem tala með skemmtilegum hreim. Bjórinn góður og í miklu úrvali, gaman að smakka mismunandi tegundir.
Hliðargötur í gamla bænum: Grassmarket sérstaklega, ekkert smá skemmtileg gata með flottum litlum búðum sem selja allt milli himins og jarðar. Sérstaklega flottar second hand búðir líka, keypti mér tvenn pils og hneppta peysu í einni slíkri.
Auður og Hermann: yndislegir gestgjafar í yndislegri borg :)
Namaste : Mjög góður indverskur staður í Edinborg þar sem við fórum út að borða á laugardeginum. Maður má koma með eigið áfengi sem gerir þetta allt miklu ódýrara ;) Mjög skemmtilegt andrúmsloft og góður matur.
Að versla með vinkonu: Mun mun skemmtilegra en að versla ein í Leipzig, enda verslaði ég mikið og eyddi miklum peningum. Eða reyndar verslaði ég ekkert svo mikið, kannski helst dvd myndir/þætti :)
Þjóðverjar: Eru svo fyndnir. Á leiðinni til baka frá London var smá seinkun á fluginu. Það var sagt í kallkerfið á ensku: "The flight to Leipzig/Altenbourg has been delayed. Please remain seated until further notice". Þá stóðu allir þjóðverjarnir upp og fóru í röð við hliðið. Í fluginu sat ég við hliðina á þýskri konu sem vildi endilega spjalla við mig (ég var ekki alveg hress í spjall þar sem ég hafði lítið sofið og vildi bara leggja mig) og hún endaði á því að skrifa niður upplýsingar um heimilisfang, símanúmer og email og bauð mér gistingu hvenær sem ég er á svæðinu! Þjóðverjar geta verið mjög vinalegir, ótrúlegt en satt!!!
Morgunflug: Þoli ekki morgunflug. Vélin fór um sex leytið frá Edinborg á mánudeginum, ég þurfti að leggja af stað frá Auði kl. fjögur og svaf varla neitt á undan. Mjög þreytandi, enda fór ég beinustu leið að sofa þegar ég kom heim til Leipzig um miðjan dag.
Frí: Ekkert skemmtilegra en að taka langa helgi og skreppa til útlanda í heimsókn til góðrar vinkonu. Gleyma öllum misheppnuðum PCR tilraunum og tala smá íslensku til tilbreytingar. Gista í heitu húsnæði og borða góðan morgunmat í góðum félasskap, ótrúlega huggulegt.
Sem sagt, mjög góð ferð og mig langar að flytja til Edinborgar.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home