sunnudagur, október 09, 2005

Sunnudagur

Mjög góður sunnudagur í dag. Það er kominn október og veðrið hér er búið að vera eins og íslenskt sumarveður eins og það gerist best. Var ekki alveg búin að átta mig á því hvað var gott veður svo ég eyddi fullt af tíma í þrif hér (enda þörf á því), svo fór ég út klædd jakka og rúllukragapeysu með trefil í töskunni til öryggis, en þá mætti ég bara fólki í stuttermabolum og stuttbuxum. Svo ég fór í garð sem er rétt hjá mér og lagðist í sólbað, ótrúlega ljúft. Svo labbaði ég í miðbæinn og fékk mér köku og kaffi og fór svo að sjá mynd á heimildamyndahátið sem var að klárast í dag. Hefði viljað sjá meira, reyndar var myndin sem ég sá í dag ekkert geðsleg, var um verkamenn í fimm löndum, þ.a.m. Súdan þar sem sýnt var frá stað þar sem fólk vinnur við að slátra geitum og kúm, hrikalega ógeðslegt, ég hélt ég myndi þurfa að hlaupa út.

Ætlaði að vera þvílíkt dugleg að læra en hef ekkert gert af því í dag... damn it. Endalaust samviskubit, ég verð að vera þvílíkt dugleg í vikuni. Byrja á þýskunámskeiði á morgun, ekki seinna vænna, er orðin ansi þreytt á því að vera svona mállaus. Verst er þegar ég hitti margt fólk í einu sem er þýskumælandi, þá tala allir bara þýsku og maður skilur ekki neitt og er svo mikið útundan. Ekki gaman.

Svo ég verð að einbeita mér að blessaðri þýskunni.

Og náminu kannski líka... já.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home