Beinagrindur, hauskúpur, verkfæragerð og innkaup
Mjög áhugaverður dagur og ég verð að segja að mér finnst stórskemmtilegt á þessum kynningar-fyrirlestrum í skólanum. Mjög gaman að vera hjá svona stofnun þar sem fólk er virkilega að framkvæma rannsóknirnar sem eru að birtast í virtum vísindatímaritum og þar sem verið er að tækla mannlega þróun út frá öllum mögulegum sjónarhornum. Mjög gaman að kynnast þessu og gaman að fá innsýn í það sem fólk er að gera.
Í dag var extra skemmtilegt! Það getur verið þreytandi að sitja og hlusta á fólk tala í marga klukkutíma á dag, en í dag fengum við að skoða mismunandi hauskúpur til að geta notað tæknina sem við höfum lært til þess að þekkja þær í sundur, s.s. hauskúpur mismunandi homo tegunda (h. erectus, h. habilis, h. neandertalis o.fl.) ég er orðin sérfræðingur í að þekkja þær í sundur ;) Svo fengum við að raða saman beinum úr alvöru manni til þess að læra hvar beinin eru staðsett. Ekki svo auðvelt get ég sagt ykkur, ég held ég hafi aldrei séð - hvað þá raðað saman - alvöru beinagrind áður. Svo fengum við að spreyta okkur á beinagrind úr hreindýri líka. Við vorum búin að læra um steinaverkfæri í allan dag áður en við fórum að púsla saman beinagrindum, svo í lok dags sýndi steinaverkfærafræðingurinn okkur hvernig verkfærin eru búin til, mjög áhugavert, svo fengum við að prófa. Hélt þetta væri mun flóknara, en það þarf ekki mikið til í raun. Hægt að búa til mjög beitt verkfæri með steinum, nógu beitt til að nota í stað hnífa! Ætti kannski að sameinast þessum stórskrýtnu fræðimönnum sem prófuðu að lifa eins og Neandertalsmennirnir í margar vikur... hver þarf rafmagn, heitt vatn, innpakaðan mat og fartölvu? eh... ég yrði eignlega að fá að hafa fartölvuna.
Fór svo í búðina áðan og verð gera almennilega grein fyrir þessari búðarferð. Hlutir hér geta verið svo hlægilega ódýrir, ég ætla að gefa ykkur lista af því sem ég keypti og leyfa ykkur að giska á verðið:
spagetti 500 gr.
pestó lítil krukka
sýrður rjómi
mosarella ein kúla
rucola 500 gr.
vínber 500 gr.
jógúrt
tómatsósa
2 tannburstar
ostur 400 gr.
rauðvín (chanti-ítalskt)
og getiði nú....
þetta kostaði 10 evrur. 10 evrur!!! sem sagt tæplega 800 kr.
ég get borðað allt sem ég vil, muahahahahaha
Í dag var extra skemmtilegt! Það getur verið þreytandi að sitja og hlusta á fólk tala í marga klukkutíma á dag, en í dag fengum við að skoða mismunandi hauskúpur til að geta notað tæknina sem við höfum lært til þess að þekkja þær í sundur, s.s. hauskúpur mismunandi homo tegunda (h. erectus, h. habilis, h. neandertalis o.fl.) ég er orðin sérfræðingur í að þekkja þær í sundur ;) Svo fengum við að raða saman beinum úr alvöru manni til þess að læra hvar beinin eru staðsett. Ekki svo auðvelt get ég sagt ykkur, ég held ég hafi aldrei séð - hvað þá raðað saman - alvöru beinagrind áður. Svo fengum við að spreyta okkur á beinagrind úr hreindýri líka. Við vorum búin að læra um steinaverkfæri í allan dag áður en við fórum að púsla saman beinagrindum, svo í lok dags sýndi steinaverkfærafræðingurinn okkur hvernig verkfærin eru búin til, mjög áhugavert, svo fengum við að prófa. Hélt þetta væri mun flóknara, en það þarf ekki mikið til í raun. Hægt að búa til mjög beitt verkfæri með steinum, nógu beitt til að nota í stað hnífa! Ætti kannski að sameinast þessum stórskrýtnu fræðimönnum sem prófuðu að lifa eins og Neandertalsmennirnir í margar vikur... hver þarf rafmagn, heitt vatn, innpakaðan mat og fartölvu? eh... ég yrði eignlega að fá að hafa fartölvuna.
Fór svo í búðina áðan og verð gera almennilega grein fyrir þessari búðarferð. Hlutir hér geta verið svo hlægilega ódýrir, ég ætla að gefa ykkur lista af því sem ég keypti og leyfa ykkur að giska á verðið:
spagetti 500 gr.
pestó lítil krukka
sýrður rjómi
mosarella ein kúla
rucola 500 gr.
vínber 500 gr.
jógúrt
tómatsósa
2 tannburstar
ostur 400 gr.
rauðvín (chanti-ítalskt)
og getiði nú....
þetta kostaði 10 evrur. 10 evrur!!! sem sagt tæplega 800 kr.
ég get borðað allt sem ég vil, muahahahahaha
3 Comments:
Snilld, fjárfesti sjálf í tannburstum fyrir fjölskylduna í síðustu viku (4 stk. semsagt) og þurfti að greiða um 1200 íkr. fyrir, tala nú ekki um allt rauðvínið sem ég kaupi, sem sprengir nú þína innkaupaferð mörgum sinnum hvað varðar verð...
(beinasagan var líka skemmtileg : )
Tannburstaskilaboðin voru semsagt frá mér...
xxxH
Ég sé þig alveg fyrir mig í National Geography þætti þar sem þú ert að útskýra þróun mannsins....Þetta hljómar mjög áhugavert og skemmitlegt. Njóttu þess að geta verslað vín, mat og ekki má gleyma útskornum blómum á bónusverði. Kv Sóla
Skrifa ummæli
<< Home