fimmtudagur, september 15, 2005

Lokasprettur

Jæja, nú er lokaskiladagur á mánudaginn fyrir ritgerðina. Veit ekki alveg hvort ég nái því, ég ætla að reyna...

Aumingja ungi breski strákurinn og íbúðarvandræðin hans. Í gær fór hann og skoðaði herbergi í íbúð þar sem samlandi hans bjó. Samlandinn reyndist verulega andlega sinnaður, var skollóttur í víðum hörklæðnaði og hann sagðist vera að læra tíbetsku (hvernig sem það er nú skrifað eða sagt). Í herbergin hans var einn svefnpoki og fartölva. Ekkert annað. Engin veraldleg gæði þar á ferð, ónei. Tja, fyrir utan fartölvuna kannski. Áhugaverðar týpur hér í borg.

Annars eru kosningar hér í landi á sunnudaginn. Ég hef nú lítið fylgst með þeim, en fengið nasaþefinn af þessu í gegnum Lucas, sambýlisfélaga minn sem vinnur fyrir sosía-demókrataflokkinn, sem er víst spáð sigri. Hlakka til að geta fylgst betur með eftir að læra þýskuna.

Nú ætla ég að fara og fá mér kaffi. Það er prímataráðstefna í vinnunni sem mig langar mikið að vera á, en ákvað að vera heima í dag að klára ritgerðina.

Góðar stundir.

Frétti að Sigurrós eru að spila hér 5. nóvember. Læt mig ekki vanta þar, hlakka mikið til. Þetta verður tónleikamánuður, fyrst Sigurrós svo Coldplay þann 9. Þótt ég sé ekki endilega mikill aðdáandi þá varð ég að kaupa mér miða. Meira að segja tvo! En það var alveg óvart...

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er þá bara afsökun á bjóða einhverjum sætum með sér ;) Kv Sóla

9:37 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvad er prisinn fyrir sigurrosartonleikana? Tad er alveg spurning ad skella ser...malid er i athugun!

2:09 f.h.  
Blogger ellen said...

veit ekki, það var ekki komið neitt verð, það væri geðveikt að fá þig með :):):) Annars er síðan Singapore Sling og fl. íslensk bönd að spila í berlín 2. okt...

3:54 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home