föstudagur, september 16, 2005

kassi frá Íslandi

Fékk kassann frá Íslandi sem mamma og Helga sendu mér. Dótið sem komst ekki í ferðatöskuna. Það var gaman. Fékk marga nýja geisladiska til að hlusta á, mjög gott þar sem ég er búin að hlusta á alla diskana mína hundrað sinnum. Maður hlustar miklu meira á tónlist þegar maður hefur ekki sjónvarp.

Kassinn fékk mig til að sakna Íslands. Mest íbúðarinnar á Blómvallagötu. Úff hvað ég sakna hennar. Sakna þess að koma heim, hlamma mér í sófann og kveikja á sjónvarpinu. Sakna Míós meira en orð fá lýst. Langar að hafa hann hjá mér á nóttunni, langar að leyfa honum að liggja í hárinu á mér og slefa að vild! Er búin að vera á apa-fyrirlestrum alla vikuna og hef því hugsað mikið til hans. Veit, svolítið langsótt, apar = köttur... hmmm, ekki alveg sami hluturinn. En þeir eru báðir loðnir. Og eru báðir dýr. Jú, jú, við líka, en ekki eins loðin ;)

Er að hlusta á einn "nýjan" disk, einn af mínum uppáhalds. Tom Waits, Asylum years og lagið er Martha. Yndislegt og minnir mig mikið á mína yndislegu íbúð á Blómvallagötu. Og margt fleira.

Er að klára ritgerð. Á morgun ætla ég að kíkja í H&M, það er víst ein stærri hér, sem ég hef ekki séð áður ;) híhíhí.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home