Real life
Kynningarmánuður búinn og alvara lífsins tekin við, þó ekki alveg, er eiginlega að bíða eftir að Mark hafi tíma til að hitta mig svo við getum rætt verkefnið. Höfum ekki gert það ennþá svo ég veit ekki nákvæmlega hvernig þetta verður ennþá, frekar óþægileg aðstaða.
Helgin var mjög fín, fór í partý á föstudaginn fyrir nýju doktorsnemana sem var haldið hér í vinnunni, nóg af veitingum eins og alltaf. Á laugardaginn fór ég í svona ekta "heima-partý" í íbúð sem fólk deilir sem virkar þannig að allir bjóða öllum og allt er opið fyrir alla! Svona kommúnufílingur yfir þessu öllu. Satt best að segja er ég orðin of gömul fyrir þetta, mig langar rosalega í mína eigin íbúð, finn það strax að þetta á engan veginn við mig, að deila íbúð með öðrum. Ég þarf bara mitt privacy og vil hafa hlutina eins og ég vil hafa þá án þess að aðrir skipti sér að, og hananú! Er líklega orðin afar sérvitur.
Svo er mamma búin að gefast upp á Míó og ég er að reyna að finna lausn á því máli. Get ekki flutt hann út strax, ég hitti dýralækni í gær sem sagði mér að það væri mjög slæmt fyrir dýr að fara niður í "gæludýra rýmið" í flugvélunum, það er svo mikill hávaði þar og ekkert fólk sem getur annast dýrin. Míó er nú nógu viðkvæmur fyrir, hann myndi örugglega missa vitið. Þannig að ég ætla að athuga hvort það megi ekki bara taka hann inn í vélina, vitiði hvort það megi???
Á sunnudaginn fór ég til Berlínar á tónleika sem voru skipulagðir af Klink og Bank, hitti Arnar Eggert þar sem líklega hefur skrifað pistil um þetta í Morgunblaðið, væri reyndar mjög til í að sjá hann, tókuð þið eftir honum? (pistlinum) Tónleikarnir voru áhugverðir, sumt aðeins of experimental fyrir minn smekk, en þetta var samt gaman.
Það er orðið mjög kalt hér, íbúðin mín er mjög köld og það fer mikið í taugarnar á mér. Sambýliskona mín virðist aaaaaaafar sparsöm og vil helst ekkert kynda. Hún er það tillitsöm að þegar hún fer að sofa (sem getur gerst fyrir kl. tíu) þá passar hún upp á það að slökkva á kyndingunni fyrir alla íbúðina þar sem aðal hitarofinn er inni hjá henni. Lucas, hinn sambýlingur minn, sagði mér um daginn að hann ætlaði að hengja plast á alla veggi í herberginu sínu til að einangra, það gæti örugglega togað gráðurnar upp (a.m.k. eina tvær?), mér datt í hug að spyrja af hverju hann kveikir ekki bara á ofninum inni hjá sér en mér fannst það eiginlega of vera of augljóst til að nefna. Hann er nú einu sinni að læra eðlisfræði og ætti að vita hvað hann er að gera... Stelpan passar líka upp á það að geyma útvarpið á gólfinu ef ske kynni að fólk frá útvarpinu kæmi og vildi rukka okkur fyrir notkun á útvarpinu. Það má ekki gerast, best að geyma útvarpið á gólfinu í staðinn, enda sándar það mun betar þar. Hún hengdi nýlega upp sturtuhengi inn á bað og til að ganga úr skugga um að allt væri í réttum skorðum hengdi hún upp reglur inn á bað um hvernig á að nota sturtuhengið, á ensku og þýsku, afar alþjóðlegt og skemmtilegt það. Við höfum ekki getað notað ruslaföturnar okkar í tvo daga því henni datt í hug að djúphreinsa þær, þær standa inn á baði fullar af sápuvatni og það virðist ekki útlit fyrir að þær verði hreinar á næstunni. Alltaf passar hún upp á að slökkva öll ljós um leið og hún yfirgefur hvert herbergi, stundum held ég að hún sé með eftirlitsmyndavélar inn í herberginu sínu til að fylgjast vel með að allt sé slökkt ef enginn er frammi.
Gaman að þessu. Það ætti því ekki að vekja undrun að ég er farin að líta í kringum mig eftir íbúðum, minni eigin íbúð, en ég veit bara ekki hvernig þetta virkar með að segja upp leigusamningi, mun komast að því bráðlega...
Þýskar sparnaðarkveðjur,
Helgin var mjög fín, fór í partý á föstudaginn fyrir nýju doktorsnemana sem var haldið hér í vinnunni, nóg af veitingum eins og alltaf. Á laugardaginn fór ég í svona ekta "heima-partý" í íbúð sem fólk deilir sem virkar þannig að allir bjóða öllum og allt er opið fyrir alla! Svona kommúnufílingur yfir þessu öllu. Satt best að segja er ég orðin of gömul fyrir þetta, mig langar rosalega í mína eigin íbúð, finn það strax að þetta á engan veginn við mig, að deila íbúð með öðrum. Ég þarf bara mitt privacy og vil hafa hlutina eins og ég vil hafa þá án þess að aðrir skipti sér að, og hananú! Er líklega orðin afar sérvitur.
Svo er mamma búin að gefast upp á Míó og ég er að reyna að finna lausn á því máli. Get ekki flutt hann út strax, ég hitti dýralækni í gær sem sagði mér að það væri mjög slæmt fyrir dýr að fara niður í "gæludýra rýmið" í flugvélunum, það er svo mikill hávaði þar og ekkert fólk sem getur annast dýrin. Míó er nú nógu viðkvæmur fyrir, hann myndi örugglega missa vitið. Þannig að ég ætla að athuga hvort það megi ekki bara taka hann inn í vélina, vitiði hvort það megi???
Á sunnudaginn fór ég til Berlínar á tónleika sem voru skipulagðir af Klink og Bank, hitti Arnar Eggert þar sem líklega hefur skrifað pistil um þetta í Morgunblaðið, væri reyndar mjög til í að sjá hann, tókuð þið eftir honum? (pistlinum) Tónleikarnir voru áhugverðir, sumt aðeins of experimental fyrir minn smekk, en þetta var samt gaman.
Það er orðið mjög kalt hér, íbúðin mín er mjög köld og það fer mikið í taugarnar á mér. Sambýliskona mín virðist aaaaaaafar sparsöm og vil helst ekkert kynda. Hún er það tillitsöm að þegar hún fer að sofa (sem getur gerst fyrir kl. tíu) þá passar hún upp á það að slökkva á kyndingunni fyrir alla íbúðina þar sem aðal hitarofinn er inni hjá henni. Lucas, hinn sambýlingur minn, sagði mér um daginn að hann ætlaði að hengja plast á alla veggi í herberginu sínu til að einangra, það gæti örugglega togað gráðurnar upp (a.m.k. eina tvær?), mér datt í hug að spyrja af hverju hann kveikir ekki bara á ofninum inni hjá sér en mér fannst það eiginlega of vera of augljóst til að nefna. Hann er nú einu sinni að læra eðlisfræði og ætti að vita hvað hann er að gera... Stelpan passar líka upp á það að geyma útvarpið á gólfinu ef ske kynni að fólk frá útvarpinu kæmi og vildi rukka okkur fyrir notkun á útvarpinu. Það má ekki gerast, best að geyma útvarpið á gólfinu í staðinn, enda sándar það mun betar þar. Hún hengdi nýlega upp sturtuhengi inn á bað og til að ganga úr skugga um að allt væri í réttum skorðum hengdi hún upp reglur inn á bað um hvernig á að nota sturtuhengið, á ensku og þýsku, afar alþjóðlegt og skemmtilegt það. Við höfum ekki getað notað ruslaföturnar okkar í tvo daga því henni datt í hug að djúphreinsa þær, þær standa inn á baði fullar af sápuvatni og það virðist ekki útlit fyrir að þær verði hreinar á næstunni. Alltaf passar hún upp á að slökkva öll ljós um leið og hún yfirgefur hvert herbergi, stundum held ég að hún sé með eftirlitsmyndavélar inn í herberginu sínu til að fylgjast vel með að allt sé slökkt ef enginn er frammi.
Gaman að þessu. Það ætti því ekki að vekja undrun að ég er farin að líta í kringum mig eftir íbúðum, minni eigin íbúð, en ég veit bara ekki hvernig þetta virkar með að segja upp leigusamningi, mun komast að því bráðlega...
Þýskar sparnaðarkveðjur,
3 Comments:
maður ætti kannski að taka hana sér til fyrirmyndar með ruslið..., hann er nú orðinn ansi líflegur ruslaskápurinn minn held ég, en hann fær að bíða eftir jólahreingerningunni eins og aðrir skápar heima hjá mér...
kv. h
Veit ekki hvort þessi hegðun sé til fyrirmyndar, kannski frekar vottur um geðveilu? Allir skápar alls staðar sem og ruslatunnur og annað sem ekki þarfnast daglegs þrifs ætti að bíða til jóla ;)
jamm...
Skrifa ummæli
<< Home