þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Edinborg


Edinborg
Originally uploaded by austurfari.
Komin heim frá hinni fögru Edinborg. Yndisleg borg, mig langar að búa þar, ein fegursta borg sem ég hef komið til og hef ég nú séð þær margar ;)

Ferðin var frábær í alla staði fyrir utan leiðinda kvef sem ég fékk á leiðinni út og hef ekki losnað við. Við heimsóttum marga bari og drukkum marga bjóra, en kíktum líka í gamla bæinn og versluðum í skemmtilegum second hand búðum :) Auður og Hermann búa í yndislegri íbúð í miðbænum, í íbúðinni er risastórt eldhús með stærstu eldavél sem ég hef augum litið, heilar sex hellur og þrjár hæðir í ofninum, magnað! Átti bara tvær myndir eftir í myndavélinni minni og mér tókst bara að taka myndir af eldavélinni (gleymdi að fjárfesta í nýrri filmu). Verð að þjóta... meira seinna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home