föstudagur, október 14, 2005

PCR positive

Það hefur svo sem ekki mikið borið til tíðinda fyrir utan það að ég fékk PCR-ið mitt til að virka í dag :):):) Búið að ganga frekar brösulega en ég var voooða ánægð að sjá bönd í gelinu í dag. Þetta þýðir að búturinn sem ég var að magna upp á MC4R geninu magnaðist upp og það fæst staðfest þegar maður skoðar afurðina úr PCR (DNA-ið) á geli! jáhá.

Annars var miðvikudagskvöldið mjög áhugavert, eyddi því með tveimur stelpum sem eru prímatafræðingar og eru á leið til Afríku í janúar/febrúar til að skoða simpansa og górillur. Þær þurfa að vera í mjög góðu formi áður en þær fara því þær þurfa að ganga langar leiðir til að finna apana. Þær eru í e-s konar "búðum" þar sem þær geyma allt dótið sitt, en svo þurfa þær að fara í skóginn með tjald og einn innfæddan leiðsögumann og dvelja þar jafnvel í tvær vikur að elta apa og ein þeirra er að skoða saur úr þeim, svo það er ekki einu sinni víst að hún sjái nokkurn tíma apana, bara saurinn!!! Úr saurnum er sem sagt hægt að fá DNA. En ein þerra er prímata-sálfræðingur og er að gera ýmsar rannsóknir á "cognitive behaviour" sem mér finnst mjög spennandi. Þá fer hún í skóginn og finnur apana og leggur fyrir þá ýmsar "gátur", eins konar tilraunir (sem skaða apana ekki!). Mér finnst þetta magnað, þær þurfa að vera fyrst í 6 mánuði á staðnum (skiptast á að fara í skóginn og vera í búðunum) og svo koma þær til leipzig, og þurfa svo að fara aftur í skóginn í langan tíma. Þannig að þeirra doktorsnám tekur mun lengri tíma. Allt mjög spennandi, en ég veit ekki hvort ég myndi meika að vera ein í skóginum með innfæddum leiðsögumanni (ein þerra er að fara á fílabeinsströndina þar sem flestir tala frönsku, en hún talar enga frönsku og er því algerlega mállaus í þann tíma sem hún fer með leiðsögumanninum í skóginn) án þess að tala tungumálið. Engin þægindi, engin email eða sími eða rafmagn yfir höfuð. Bara þunn föt í felulitum og gúmmístígvel. Og fullt af glösum til að safna saur í. Úff. Myndi frekar vilja gera það sem prímata sálfræðingurinn er að gera.

Þetta er þægilegra fyrir erfðafræðingana. Þeirra vettvangsvinna felst í því að fara á framandi staði og ná í sýni úr fólki. Ekki saursýni! Vona að ég fái tækifæri til þess að gera það. Því miður eru til fullt af sýnum frá Pólynesíu hér, ætti kannski að koma þeim fyrir kattanef og bjóðast til að fara þangað og ná í fleiri...

Helgin er lítið plönuð nema í kvöld er ég að fara að hitta íslenska stelpu sem er erasmus nemi hér, spennandi :)

Góða helgi.

2 Comments:

Blogger Agla said...

Til hamingju med vel heppnad PCR-hvarf....gaman thegar hlutirnir ganga upp a fostudegi :)
Og thu ert greinilega ad vinna med litskrudugu folki sem upplifir ovenjulega hluti...thad er enn meira gaman :D
Segi annars bara goda helgi og auf widersehn ;)

6:03 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Saur eða sál, það er spurning...

xxxH

2:59 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home