mánudagur, október 31, 2005

Sunnudagsmánudagur og tímamunur

Nú er bara klukkutíma munur á Íslandi og Þýskalandi. Tók eftir því í gær þegar ég var að labba í bænum að klukkan var bara hálf fimm þegar ég hélt hún væri hálf sex. Græddi klukkutíma, hehehe. Veðrið hér er búið að vera ótrúlega gott, sól og fremur hlýtt, en ég er búin að eyða mest allri helginni í undirbúning fyrir fyrirlesturinn. Annars er frídagur í dag, ég er nánast ein í vinnunni í dag. Þetta er e-s konar trúar-frídagur, confirmation day held ég að þeir kalli þennan blessaða dag. Skiptir mig litlu máli, ég er bara ánægð með alla frídaga! Svo er ég að fara til Edinborgar á föstudaginn, get vart beðið, þetta verður megastuð ferð. Ætla sem sagt að heimsækja Auði og Hermann og verð þar í þrjá daga.

Keypti mér miða á Bloc Party, 29. nóv í Dresden. Við förum fimm saman, á bíl. Það verður líka megastuð ferð, held að þetta sé ein besta plata sem til er í heiminum.

Best að halda áfram, ég er með prufukeyrslu á fyrirlestrinum kl. fimm í dag fyrir samnemendur mína. Verð orðin þvílíkt æfð á morgun, rúlla þessu upp ;)

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vá, ekkert smá dugleg að hafa prufu fyrir ðerílþing....

xxxH

6:48 f.h.  
Blogger ellen said...

Já, það hjálpaði mikið, bara að vera í aðstæðunum, var með þrjá áheyrendur sem voru duglegir að gefa komment. Það er samt öðruvísi þegar enginn er að trufla mann... erfðira!

12:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sælar skvís...Gangi þér rosalega vel með fyrirlesturinn og njótu blíðviðrisins...kv Sóla

1:29 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home