fimmtudagur, nóvember 10, 2005

A hot weekend



Originally uploaded by austurfari.
Sambýliskona mín skrapp ferðalag og kemur ekki heim fyrr en á mánudag. Sem þýðir að það verður heitt hjá mér um helgina, muahahahaha. Á þriðjudaginn upplifði ég köldustu nótt í öllum heiminum. Ég var í náttfötum, hettupeysu og þykkum sokkum, með dúnsæng og teppi og gat ekki sofið fyrir kulda. Svo ég breiddi lopapeysuna yfir mig og lá í fósturstellingunni heila eilífð þangað til ég sofnaði. Ótrúlega þreytandi þessi hitamál. Þýsku gestirnir sem gistu hjá mér síðustu nótt staðfestu að íbúðin er með eindæmum köld. Svo í dag þegar ég fór út hafði ég hitann á, svo íbúðin bíður mín heit og fín. Ég þarf að ræða alvarlega við sambýliskonuna þegar ég kem til baka, þetta gengur ekki lengur.

Coldplay voru fínir, sérstaklega sum lög. Þeir eru mjög þéttir, en sum gömlu lögin eins og "Yellow" eru bara orðin úrelt og þeir ættu að sleppa þeim. Ættu líka að sleppa því að dreifa gulum blöðrum til áheyrenda á meðan laginu stendur, ekki að virka! Annars var Goldfrapp að hita upp og var mjög skemmtileg.

Annað misheppnað PCR í dag. Skemmtilegt. Og í gær þegar ég hjólaði heim stöðvaðist allt í einu aftara hjólið og petalarnir festust, ég var næstum dottin af hjólinu, hef ekki hugmynd um hvað gerðist. Svo ég þori varla á hjólið aftur, þetta getur verið hættulegt. Þannig að ég tók tram í vinnuna í dag, það tekur mun lengri tíma og er afar þreytandi. Verð að finna mér nýtt hjól.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home