miðvikudagur, nóvember 09, 2005

So what do you think about this problem?


coldplay
Originally uploaded by austurfari.
PCR ekki að virka. Virkaði en svo virkaði það ekki þegar ég prófaði öll sýnin. Svo ég er enn að gera tilraunir, er að verða GEÐVEIK á þessu. Skil ekki vandamálið. Búin að ræða við flesta mína kollega hér sem koma með hinar ýmsu tillögur. Kun er mjög þolinmóður og er allur af vilja gerður að hjálpa mér og vill komast að rót vandans. Þegar ég sýndi honum nýjustu PCR myndirnar (sem voru tómar fyrir utan band hjá "positive control" fyrir þá sem skilja) sagði hann mjög þolinmóður og íhugull (hann byrjar nánast allar setningar á "so") "So what do you think about this problem?" og ég svaraði pirruð með tárin í augunum nánast "I´M THINKING ABOUT GOING BACK TO ICELAND, THATS WHAT I THINK ABOUT THIS PROBLEM". Sannar sig og sýnir að ég er afar þroskaður einstaklingur sem býr yfir mikilli þolinmæði, sem hentar mjög vel í rannsóknarstörf.

Hann var ekki nógu sáttur við svarið og skildi ekki alveg samhengið held ég. Enda þolinmóður með ólíkindum.

Svona hefur dagurinn verið. Og til að bæta gráu ofan á svart þá gleypti hraðbankinn kortið mitt áðan. Sem þýðir að ég þarf að bíða í eina og hálfa viku eftir nýju. Gaman gaman.

Besta er þó að Coldplay spila í kvöld hér í borg :)

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

We've already gotten...
We've already gotten a number of very promising applications for the job opening TPM is now hiring for.
I just came across your blog while surfing, Nice! If you are interested in Payday Loans you should visit this related site Payday Loans You may find it of interest.

7:28 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

elsku vinkona, við erum samtaka í neikvæðnispakkanum þessa dagana! hvað gerir maður þá? jú, maður skálar í bjór ;) og dansaðu nú neikvæðnina í burtu í kvöld!! þín saknandi vinkona, auður.

8:21 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Er líka að verða brjál hérna á þessum helv... klaka!!! Maður getur ekki verið í pilsi öðruvísi en að fá það yfir hausinn á sér þegar maður fer út úr húsi!
Helv....., helv........ endalaust rokhelv........ rassgat!!!!! Mæli semsagt ekki með að þú gefist upp (fyrr en í sumar a.m.k. :), en sakna þín samt mjög mikið (er ekki viss um að ég hafi sagt þér það (gerði kannski meira ráð fyrir að þú vissir það) -allavega, þá veistu það núna). Sakna þín MIKIÐ!
xxxH

12:40 f.h.  
Blogger Agla said...

Jább, sammála Auði, dansaðu úr þér neikvæðnina í kvöld og ruggaðu þér í takt við Chris.....hann sýnir athyglisverð tilþrif þegar hann situr við píanóið í miklum ham!! Þetta PCR mun ganga upp á endanum....gerir það alltaf :)

7:28 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home