Jola jola jola
Í dag byrjaði jólamarkaðurinn í Leipzig. Borgin er víst þekkt fyrir þennan stóra og skemmtilega markað og ekki að undra. Ég skellti mér í bæinn í dag þar sem opna átti markaðinn og upplifði afar skemmtilega og rómantíska jólastemningu. Þetta er útimarkaður þar sem verið er að selja allt sem við kemur jólunum, sumt alveg hrikalegt annað mjög fallegt. Það besta við markaðinn eru básarnir sem selja jólaglögg og jólabjór og jólamat. Maður fær glöggið/bjórinn afhent/an í jólakrús og drekkur það/hann úti. Skiptir ekki máli þótt það sé kalt, glöggið er að sjálfsögðu afgreitt heitt og hlýjar manni um tær og fingur og hjartarætur líka :)
Annars fór ég í klippingu líka. Mér líður alltaf eins og ég sé að fara til tannlæknis þegar ég fer í klippingu í útlöndum. Hrikalegt. Ég hef farið til Báru hjá Expo í áraraðir, hún þekkir minn stíl og veit hvað ég vil. Það gerði hins vegar rakarinn ekki sem ég heimsótti í dag. Hann blés hárið á mér mjög kerlingalega svo ég eltist um 5 ár á klukkutíma. Sem lætur mig kannski líta út nær mínum aldri en ég geri fyrir. Sem er kannski gott, ég veit það ekki? Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim var að klippa toppinn meira. Góð meðmæli það.
Annars hefur mér boðist að passa íbúð og eðlu í desember. Íbúðin er í hjarta borgarinnar, á tveimur hæðum, hlý, með sjónvarpi, playstation og ég veit ekki hvað. Ætla að kíkja betur á það dæmi...
Gleðileg jól
Annars fór ég í klippingu líka. Mér líður alltaf eins og ég sé að fara til tannlæknis þegar ég fer í klippingu í útlöndum. Hrikalegt. Ég hef farið til Báru hjá Expo í áraraðir, hún þekkir minn stíl og veit hvað ég vil. Það gerði hins vegar rakarinn ekki sem ég heimsótti í dag. Hann blés hárið á mér mjög kerlingalega svo ég eltist um 5 ár á klukkutíma. Sem lætur mig kannski líta út nær mínum aldri en ég geri fyrir. Sem er kannski gott, ég veit það ekki? Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim var að klippa toppinn meira. Góð meðmæli það.
Annars hefur mér boðist að passa íbúð og eðlu í desember. Íbúðin er í hjarta borgarinnar, á tveimur hæðum, hlý, með sjónvarpi, playstation og ég veit ekki hvað. Ætla að kíkja betur á það dæmi...
Gleðileg jól
4 Comments:
Sæl skvís. Ég sá þegar ég var að labba Laugaveginn að það er búið að loka Hár Expo :O Ég veit ekki hvort þau fluttu stofuna???? Íbúð mín verður líka laus um jólin. Það verður lítið um húsgögn en það verður rúm og sófi og slíkt. Þér er velkomið að nota hana. Hlakka til að sjá þig...styttist óðum. Kv Sóla
P.S ummmmm það er svo gott að fá heitt jólaglögg í kuldanum kannast við það ;) Mæli einnig með heitu hnetunum/möndlunum ;) Ég er að smátt og smátt að fyllast jóla jóla sjálf..kv Sóla
Veit það ætluðu allavegana 2 af Expó að opna nýja stofu, en veit ekki hvar hún er samt (enda Bára farin norður í nám, svo það er spurning hvort maður ætti ekki bara að byrja að fara á Rauðhettu og úlfinn...). En Expó húsið á allavegana að rífa, svo þetta var alltaf fyrirséð hjá þeim stöllum þar á bæ :(.
Með hárkveðjum, GHG
ja, madur verdur ad reyna ad finna nyjan klippara thad er nokkud ljost... eg er ekki anaegd med harid, aetli eg lati ekki laga thad heima, thad vaeri agaett ef thid gaetud maelt med e-m :)
Skrifa ummæli
<< Home