Matarbod
Að vanda eldaði ég í gær með Kötju og Carol prímatastelpum því það var miðvikudagur. Að þessu sinni buðum við strákum með, kærast Kötju var í heimsókn og svo komu Adrian og Choy. Ég eldaði lasagna sem sló svona líka rækilega í gegn, þau gáfu mér það snjallræði að selja uppskriftina á e-bay og gefa vísindastörf upp á bátinn (kannski þeim finnist ég eiga betri framtíðar möguleika sem kokkur heldur en vísindamaður?). Mjög gott kvöld, ég borðaði yfir mig, enda forréttur og eftirréttur í boði líka. Íbúð Carol þar sem matarboðið var haldið stendur mér jafnvel til boða í janúar, ég er að melta þetta allt.
Annars var frídagur í gær og ég hafði það mjög gott. Svaf til hádegis, tók til í herberginu mínu, vann í tvo tíma og fór svo og verslaði fyrir matarboðið. Búin að tala við sambýliskonu mína um hitamál svo ég vona að það sé leyst.
Veturinn er kominn, hér er kalt og endalaus rigning. Ekki gaman. Hlakka svoooo til að koma heim um jólin :)
Annars var frídagur í gær og ég hafði það mjög gott. Svaf til hádegis, tók til í herberginu mínu, vann í tvo tíma og fór svo og verslaði fyrir matarboðið. Búin að tala við sambýliskonu mína um hitamál svo ég vona að það sé leyst.
Veturinn er kominn, hér er kalt og endalaus rigning. Ekki gaman. Hlakka svoooo til að koma heim um jólin :)
1 Comments:
Ég er viss um að það sé laus staða á einhverjum af veitingastöðum borgarinnar, doktorshvaðþá???
xxxH
Skrifa ummæli
<< Home