Sprechen Sie Englisch?
Er byrjuð að leita af íbúðum á fullu. Búin að leggja símanúmerið mitt inn hjá nokkrum leigusölum og tveir hafa hringt í mig í dag. Sem tala enga ensku. Sem þýðir að ég verð að reyna að tala þýsku, úff, frekar erfitt svona í gegnum síma auk þess sem ég kann bara nokkur orð og get varla sett saman setningar ennþá. En ég er sem sagt að fara að skoða eina íbúð á morgun og aðra á miðvikudaginn, spennandi spennandi. Ekki í hverfinu sem ég vildi, en samt mjög miðsvæðis.
Helgin var fín, þessi nýi staður sem ég fór á á laugardaginn er mjög fínn, ég ætla að taka stelpurnar með mér þangað þegar þær koma. Agla og Elín ætla sem sagt að koma til mín í kringum afmælið mitt í febrúar, ekkert smá gaman og ég hlakka þvílíkt til. Tek á móti fleiri gestum og lofa góðu partýi ;)
Annars er ég orfurþreytt á mánudegi, var að koma úr þýskutíma og er að bíða eftir geli, svo ég kemst ekki heim fyrr en eftir tæpan klukkutíma. Ætla að kíkja á live jazz í kvöld :)
Helgin var fín, þessi nýi staður sem ég fór á á laugardaginn er mjög fínn, ég ætla að taka stelpurnar með mér þangað þegar þær koma. Agla og Elín ætla sem sagt að koma til mín í kringum afmælið mitt í febrúar, ekkert smá gaman og ég hlakka þvílíkt til. Tek á móti fleiri gestum og lofa góðu partýi ;)
Annars er ég orfurþreytt á mánudegi, var að koma úr þýskutíma og er að bíða eftir geli, svo ég kemst ekki heim fyrr en eftir tæpan klukkutíma. Ætla að kíkja á live jazz í kvöld :)
2 Comments:
Já, það borgar sig ekki að yfirgefa vinnuna með hárið allt í ólagi... ;)
xxxH
Það tók mig smá tíma að fatta þetta, hehehehe. Góður, góður.
Skrifa ummæli
<< Home