þriðjudagur, desember 06, 2005

Vondur draumur

Vaknaði við læti í eðlunni klukkan hálf sex í nótt. Mikil læti, ég veit ekki hvað gekk á. Og aftur þetta hljóð í klónum á parketinu, klikk klikk klikk klikk. Svo fannst mér eins og hún væri að reyna að komast inn í svefnherbergið, sá fyrir mér að hún væri að klóra með löngu klónum sínum í hurðina. Lætin voru það mikil að ég hélt hún væri búin að hella niður öllu vatninu sínu og henda niður öllum blómapottum í stofunni. Mér fannst þetta allt svo krípí að ég var ekkert að athuga hvað hún væri að gera, reiknaði út að eðlur sem eru svangar (fannst það eina rökrétta skýringin á látunum) væru mjög agressívar líka, svo ef ég myndi opna svefnherbergshurðina myndi hún ráðast á mig og bíta mig. Var nefnilega að skoða myndir af Iguana eðlum á netinu um daginn og fékk upp mynd af slæmu eðlubiti á mannshandlegg. Ekki fallegt. Ég náði að sofna aftur og fór þá að dreyma að hún væri komin inn í herbergi og var hún orðin risastór. Hún ætlaði að borða mig og ég reyndi að róa hana niður og meira að segja reyndi ég að sjá hennar góðu hliðar. Mér til mikillar skelfingar tók ég einnig eftir því að margar litlar eðlur höfðu bæst í hópinn og ráfuðu um rúmið mitt. Grrrrrr, ég vaknaði sveitt og fór á fætur og gaf Paco að borða ferska steinselju. Hann var ekki búinn að hella niður vatninu né henda niður blómapottum, veit ekki hvernig hann nær að framkalla þessi hljóð.

Skammast mín fyrir hvað ég kann litla þýsku. Hélt ég yrði voða góð fyrir jól. En ég get ekki neitt, kann ekki neitt og legg mig ekkert fram við það heldur. Veit ekki hvað er að mér. Hvar er þýskumetnaðurinn???

Í dag er Nikulásardagur í Þýskalandi. Sem þýðir að allir þrífa skóna sína og setja við útidyrahurðina og fá pakka í skóinn. Svona eins og heima, nema þar eru það bara börnin sem fá pakka, og það heila 13 pakka fyrir jól. Maður má vera barn lengur í þýskalandi, en ekki ofdekrað... Ég fékk pakka frá foreldrum Claudieh sem ég gleymdi að opna og setja í skó fyrir svefn í gærkvöldi. Svo hann bíður mín heima, jibbíjei.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Krípí.................

xxxH

2:16 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home