fimmtudagur, desember 08, 2005

Hvar er Paco???

Í gær þegar ég kom heim úr vinnunni fann ég Paco (eðluna) hvergi. Ég gerði dauðaleit að henni, en allt kom fyrir ekki. Ég fór út og kom seint heim um kvöldið, enn enginn Paco sjáanlegur. Fór að sofa og um morguninn var Paco enn í felum. Jesús, ég skil þetta ekki, hann gæti ekki hafa komist út. En klósettsetan var opin... geta eðlur klifrað ofan í klósett??? Eigandinn er að koma heim í nótt, ætla rétt að vona að Paco vilji heilsa upp á hann. Ef hann er enn á lífi og enn í íbúðinni. Hef sjaldan haft eins miklar áhyggjur af einu dýri. Var að lesa um iguana eðlur í bók sem Philipp á og þar kom í ljós að það er ekki eins einfalt að eiga eðlu eins og ég hélt. Þetta er heilmikið mál. Maður þarf að "vökva" þær, þrífa svæðið þeirra daglega (sem er öll íbúðin í hans tilfelli, en það gerir Philipp auðsjáanlega ekki), hirða um neglurnar, hugsa vel um mataræðið, passa raka- og hitastig og ég veit ekki hvað og hvað. Veit ekki hvað ég mun gera ef hann kemur ekki í leitirnar. Kaupa nýja? Hvar kaupir maður iguana eðlu í Þýskalandi???

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Uff tetta hljomar ekki vel :S En getur tu sagt mer hvad er kikkid vid ad eiga edlu sem gaeludyr??? (hrollur)

6:04 f.h.  
Blogger ellen said...

Nei, ég nefnilega get ekki skilið það!!! Held það sé bara skrýtið fólk sem á eðlur.

7:21 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Æj æj spurning um að setja eitthvað girnilegt að borða handa honum út um allt eða setja hveiti á gólfið og þá sérðu hvort hann hafi labbað yfir það eða ekki....Reyndi ýmislegt sjálf þegar Depil týndi. Hann hlýtur að koma í ljós :)

8:06 f.h.  
Blogger ellen said...

Já góð hugmynd, ég vona bara að hann sé nú þegar kominn í leitirnar. Eigandinn kom heim í gær og ég veit ekki hvort hann hafi fundið hann, ég kemst að því í dag aftur þegar ég flyt aftur í íbúðina. Úff...

12:56 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home