föstudagur, desember 16, 2005

mmmmm... Sushi


Sushi
Originally uploaded by austurfari.
Hef komist að því að ég er mjög ómenningarleg og mjög óspennandi karakter. Því mér finnst sushi vont. Allir elska sushi, sushi er kúl, sushi er í tísku. Ég hef gert margar tilraunir til að borða sushi og líka það, þetta er svona "aquired taste" hef ég heyrt, en mér líkar það bara ekki. Ég er búin að gefast upp, ég er ekki kúl, ekki mjög menningarleg og ekki mjög spennandi. Held ég hafi endanlega gefist upp um daginn þegar mér var boðið í sushi til eins vinnufélaga, allir voru voða spenntir og hökkuðu í sig heilu bitana með prjónum. Ég reyndi að búta bitana niður í marga litla bita svo ég gæti kyngt án þess að kúgast. Já, svona vildi ég mikið falla í kramið að ég píndi í mig sushi. Drakk mikið rauðvín með til að verða mér ekki til skammar. Þangið utan um rúllurnar finnst mér hrikalega vont. Svo fór ég í matarboð á miðvikudaginn þar sem boðið var upp á fondue, og sushi í forrétt, sem strákur frá Kóreu bjó til. Allir voða spenntir. Ég var sú eina sem sagði nei takk og það vakti mikla undrun. "What, why not???" "I don´t like sushi, I´m terribly sorry".

Fondou fannst mér heldur ekkert sérstakt... sem gerir mig sennilega enn aumkunnarverðari!!!

Ætla að fá mér pizzu í kvöld, jafnvel hamborgara, og mun örugglega drekka mikið af kóki með.

3 Comments:

Blogger Agla said...

Hahahahaha.....skemmtileg frasogn :) Eg er nottlega alltaf voda menningaleg (!!!) og ætla ad fa mer storan bakka af sushi i kvold :D Kys thad langt fram yfir hammara og pizzu ;)Tok mig lika sma tima ad venjast thangbitunum, eru heldur ekki i uppahaldi hja mer. En hinir bitarnir eru algjort lostæti....namminamminamm :p

7:02 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Uhmmm mér finnst þetta voða gott en það tók mig líka smá tíma að meta sushi. Uppáhalds sushið mitt er einmitt Kóreskt sem Jong vinur minn gerði, bara snilld :)
Reyndar í fyrsta skiptið sem ég smakkaði það kúgaðist ég svo mikið að tárin láku niður og ég reyndi að kyngja því niður með hvítvíni á frekar fínum veitingarstað hérna í bænum...Neyðarlegt...
En ég skil þig alveg...þetta er ekki fyrir alla.
Góða helgi skvísur

7:31 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Tek undir allt sem þú segir, það vantar greinilega sushi-genin í okkur systurnar...
xxxH

2:41 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home